Víðförli - 01.06.1950, Page 43
TRÚ OG VÍSINDI
41
setja sér takmörk. Vísindin virða þennan eiginleika, sem ekki er
að furða, því að það er vegna hans, að þau eru til. Þar, í leit vís-
indanna að sannleikanum, hefur mannsandinn ekki heldur látið
staðar numið við það, sem var áþreifanlegt og gengið var úr
skugga um. Hann flaug á undan reynslunni og bjó til tilgátur.
Þær hafa verið margar. Vér þekkjum allir eina þeirra, atómtilgátu
Daltons. Hún fæddi af sér kenningu Mendelejeffs um frumefna-
kerfið, sem varð til þess, að ný efni fundust. Þetla varð upphaf
að öðrum tilgátum um innri gerð sjálfra atómanna. Þá sögu þarf
ekki að rekja, því að nú vita allir fræðimenn um árangurinn,
þekkinguna á atómunum. Þar sem nú mannsandinn vill ekki láta
setja sér skorður í viðureigninni við efnisheiminn, því skyldi hann
þá ekki hlýða og fylgja eðlisávísun sinni, þegar hún svarar spurn-
ingu hans um eðli sitt og örlög með áframhaldandi, ótakmark-
aðri þróun og fullkomnun, þegar hún stefnir upp og fram á við
og er þar í samræmi við allt eðli hans og starf í efnisheiminum.
Sé þetta talið brjóta í hág við vísindin og vísindalega hugsun,
þá skilst mér, að mótbáran sé í því falin, að trúin á framhalds-
líf sé óvísindaleg. Það er atriði, sem auðvilað mætti rökræða
lengi, en ég ætla að fara um það aðeins fáum orðum.
Þeir eru til, sem telja, að framhaldslífið sé sannað, og eru
álitnir góðir og gegnir vísindamenn eftir sem áður. Hér skal
enginn dómur lagður á þau mál. En þótt það væri viðurkennt,
að vísindin hefðu ekki fundið neitt í eðli mannsins, sem benti á
framhaldslíf, og ekki fundið neinn sjálfstæðan mannsarida, þá
væri það engin sönnun gegn framhaldslífi. Vísindalegar sannanir
byggjast yfirleitt á því, sem tekst að finna, en ekki því, sem ekki
tekst að finna. Þó kemur það fyrir. En þá verða að vera skilyrði
til þess að útiloka möguleika, en þau eru ekki í því efni, sem
hér um ræðir. Ennfremur er það venja og skylda vísindamanns-
ins, að gefa gaum hverju fyrirbæri, athuga það og rannsaka, til
hvers það leiðir, en ekki að ganga fram hjá því og dæma það
ómerkt. Því skyldi ekki hið sama eiga við um eðlisávísun rnanns-
andans til eilífðartrúar að henni beri að gefa gaum, þótt hún
verði ekki rannsökuð og rakin til ákveðinnar niðurstöðu, eins og