Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 62
60
VÍÐFÖRLI
hefur því verið líkt farið og með Nýja testamentisþýðingu Odds
Gottskálkssonar. að þýtt hefur verið aðallega eftir þýzku Biblíu
Lúters með nokkurri hliðsjón af latneskum þýðingum, en þó
einnig af danskri Biblíu (Kristjáns III.).1 Mál og stíll á Guð-
brandsbiblíu er víðast hvar sæmilegt og sums staðar gott. Guð-
brandur bjó yfir góðri þekkingu á íslenzkri tungu og vandaði hana
jafnan eftir mætti, þótt varla geti bann talizt neinn ritsnillingur.
Að vísu var málið fyrir Guðbrandi fyrst og fremst tæki til að
framkvæma bið mikla hlutverk hans: að grunnmúra lúterskan
rétttrúnað með íslenzku þjóðinni. En málvöndunaráhuginn var
jafn sterkur og einlægur allt um það. Viðhorf Guðbrands til þess-
ara efna kemur glögglega fram í hinum merkilega formála sálma-
bókarinnar, sem hann gaf út 5 árum síðar en Biblíuna. Þar segir
hann m. a.: „Mjög er það misráðið og ólaglegt að vanda verald-
legar vísur og önnur ónytsamleg kvæði með mestri orðsnilli og
mælsku, sem maður kann helzt, en hirða ekki að vanda það, sem
Guði og hans lofgjörð til kemur.“ — En Nýja testamentisþýðing
Odds, Guðbrandsbiblía og aðrar guðsorðaútgáfur Guðbrands eru
grundvöllur allra biblíuþýðinga okkar og íslenzks kirkjumáls fram
á 19. öld — og raunar hornsteinar þess um alla tíð. Og hér má
taka enn dýpra í árinni. Það er allsendis óvíst, að við töluðum
íslenzku í dag, ef Biblían hefði ekki verið þýdd á íslenzku jafn-
snemma og jafnvel og raun ber vitni. Ef Islendingum hefði verið
þröngvað til að nota danska Biblíu og önnur dönsk guðræknirit
þarna við upphaf prentaldar og upphaf bins nýja siðar, má nærri
geta, hvílíkt mark danskan hefði sett á kirkjumálið, sem hafði aft-
ur mjög mikil áhrif á allt málfar almennings, svo að hælt er við,
að tunga okkar hefði þá orðið að einhvers konar hrærigraut eða
hrognamáli. Svona mikil er þakkarskuldin, sem við eigum að
gjalda fyrstu biblíuþýðendum okkar, jafnt að því er varðar tung-
una sem trúna. '
O Formáli Guðbrands fyrir Summariu 1591 (um danska biblíunotkun);
Ludvig Harboe: Kurtze Nachricht von der islándischen Bibelhistorie, Dun-
ische Bibliothec VIII, Kh. 1746 (49—50, 61 o. áfr., um frávik frá þýðingu
Lúters skv. Vulgata); Menn og menntir II, 557—62.