Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 32
30
VÍÐFÖRLI
mannsandanum fjandsamlegur, — þá þarf ekki annað en að varpa
þeirri spurningu fram, hvort kristinn trúarskilningur hafi ekki
verið jákvætt afl í menningarþróun Evrópu. Svarið er sjálfgefið.
Eins og menn kannast við, hefst Jóhannesarguðspjall á þessum
orðum: I upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var
Guð. Orðið, sem hér er talað um, er á frummálinu logos. Mesta
byltingin í andlegri sögu mannanna er fólgin í þeirri vitund,
að orðið, sem var í upphafi, hin skapandi hugsun, sem er og
verður rök og merking alls, sem er, hafi komið fram hér á jörð
í lífi manns. Það, sem maðurinn skynjar aðeins svo sem í hugboði
og ráðgátu í krafti þeirrar hlutdeildar, sem hánn á sem Guðs
sköpun í hinni eilífu hugsun, og hann getur aðeins gert sér grein
fyrir í hugmyndum og afstæðum hugtökum, það mætir honum
hér í Iifandi persónu. Það er þetta, sem sérkennir kristna trú gagn-
vart öllum öðrum átrúnaði. Hugsunin, sem hér birtist, sá logos,
sem hér klæðist holdi og lifir sögu meðal mannanna, sögu Jesú
frá Nazaret, er á allt annan hátt persónuleg en sú, sem hefur
almenn sannindi þessa heims til meðferðar. Hér birtist fyrst og
fremst hugsun Guðs gagnvart mönnunum, hver hugur hans er í
þeirra garð, hvaða sess þeir eiga, hver einn og allir sem heild,
í hjarta hans, hver vilji hans er með þá. Sú hugsun er kærleikur,
sá vilji hjálpræðisvilji. En eigi að síður hafa kristnir guðfræð-
ingar sett þessa hugsun —• þá hugsun, sem er opinberun Guðs
í eiginlegum skilningi, í samband við skilning sinn á skynseminni,
sem ég hef áður rakið. Þannig segir Lúther, þegar hann leggur
út orðin í inngangi Jóhannesarguðspjalls, „í því var líf og lífið
var ljós mannanna“: „Kýr og gyltur njóta sama sólarljóss á
daginn og tunglskins á nóttunni, en manninum er sérstaklega veitt
hið dásamlega ljós skynseminnar og vitsins, svo að mennirnir
hafa getað hugsað og fundið upp svo göfugar Iistir, hvort sem
er vizka, fimi eða leikni, það kemur allt frá þessu Ijósi eða frá
orðinu, sem var ljós mannanna“.