Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 48
46
VÍÐFÖRLI
óstöðugar og háðar mannlegum breytileik. Það, sem er metið
og dáð í dag, getur verið úrelt að ári. Trúarsannfæring, sem er
svo sterk, að hún megnar að ráða breytninni, er hinn trausti sið-
gæðisgrundvöllur.
Hitt atriðið, sem ég nefndi, er þjóðskipulagið. Oss er öílum
meira og minna kunnugt um ýmsan þann mismun, sem þar gel-
ur verið um að ræða og þær andstæður, sem þar eru nú uppi
og til umræðu í hinum menntaða heimi. Þær eru andstæður af
því, að þær byggjast á tveim andstæðum lífsskoðunum, önnur
á hreinræktaðri og óheflaðri efnishyggju, en hin á grundvelli
hinnar kristnu lífsskoðunar. Þar sem hér er nú ekki rætt um trú
og efnishyggju á þjóðmálasviðinu, heldur um trú og vísindi, og
þar sem vísindin eru ekki fremur eign efnishyggjunnar en hinn-
ar kristnu lífsskoðunar, þá verður ekki farið hér út í samanburð
á þessu tvenns konar þjóðskipulagi. Aftur á móti er rétt og skylt
að líta á trúna í þessu sambandi, þar sem þjóðskipulag vestrænna
þjóða er kennt við kristna lífsskoðun.
Mannshugsjón kristindómsins var minnst á. Samkvæmt henni
erum vér mennirnir Guðs börn, allir jafnir fyrir Guði, allir bræð-
ur og allir því jafn réttháir. Manngildið er ekki metið einungis
eftir afli andans og hæfileikum í venjulegri merkingu, heldur
eftir öllum andlegum verðmætum og þá ekki sízt eftir manngöfgi
og mannkostum, manndyggðum. Enginn maður á rétt á öðrum til
yfirdrottnunar og kúgunar. Mannhelgi er skilyrðislaus krafa og
mannréttindin skulu viðurkennd að fullu. Þau skulu viðurkennd
í löggjöf og framkvæmd, þar á meðal eitt hið dýrmætasta þeirra,
andlega frelsið. Með andlegu frelsi er hér ált við það, sem ég
hygg að sé almennur skiiningur á orðinu, þ. e. að hver andlega
heilbrigður maður sé tálmunarlaus, af annarra völdum, í þeirri
andlegri starfsemi og framkvæmdum, sem miða að aukinni á-
nægju, þroska og lífsgildi, og að njóta hinna sömu verðmæta frá
örðum, enda brjóti þetta ekki í bág við þroska, heill eða ham-
ingju annarra.
Þessar kröfur tií handa öllum mönnum eru í samræmi við og
bein afleiðing af vorri kristnu lífsskoðun. Það er ekki vandséð,