Víðförli - 01.06.1950, Page 91
AÐSTOÐIN VIÐ EVANGELISKAR KIRKJUR EVRÓPU
89
En innan nefndarinnar var það Adolf Keller, sem innti af hendi
aðalstarfið. Hann var óþreytandi að ferðast, tala og skrifa. Hvað
eftir annað fór hann til Bandaríkjanna og hélt fyrirlestra um
neyðina í Evrópu, og í Evrópu heimsótti hann hinar ýmsu evangel-
isku kirkjur. Á nefndarfundum hafði liann ætíð fréttir úr öllum
áttum. Þó voru það einnig aðrir, sem fylgdust vel með ástandi
safnaðanna, eins og t. d. biskup Methodista, Nuelsen, og hinn
sérstaki fulltrúi skozku kirkjunnar á erlendum vettvangi, Webster.
Mér er líka óhætt að segja, að á þessum árum var veitt stórkost-
leg hjálp, fyrst og fremst af hálfu Ameríku. En svo brauzt út
heimsstyrjöldin síSari. Og þá jókst neyðin meira en nokkurn hafði
órað fyrir, og margar hjálparkirknanna urðu sjálfar hjálparþurf-
ar, t. d. kirkjurnar í Hollandi, Noregi og Danmörku, og á sama
tíma minnkaði öll hjálparstarfsemi og hætti víða alveg. Dönsku
hjálparnefndinni tókst þó að halda áfram hjálparstarfseminni við
Noreg og Finnland og útvega álitlega hjálp annars staðar að.
Og að sjálfsögðu slitnaði allt samband milli meðlima aðalnefnd-
arinnar, og hinir árlegu fundir hennar hættu.
Þegar síðari heimsstyrjöldin var um garð gengin og Evrópa
var orðin heimkynni neyðarinnar fremur en nokkru sinni fyrr, var
hjálparstarfseminni komið á aftur. Það var gert á fundi í Genf.
Ný alþjóðanefnd var mynduð. í henni áttu sæti nokkrir af eldri
meðlimunum, en að sjálfsögðu komu þar einkum til skjalanna
nýir og yngri menn. Hinar þjóðlegu nefndir voru einnig endur-
nýjaðar að svo miklu leyti, sem unnt var. En nytum við ekki
hjálpar Ameríku, væru endurreisnarhorfur evangelisku kirknanna
á meginlandinu ekki vænlegar. Og tva:r staðreyndir eru sérstak-
lega alvarlegar:
Sú fyrri er prestaeklan. Það eru allt of fáir, allt of gamlir og
allt of fátækir prestar á meginlandinu.
Sú síðari er þrenging fagnadarerindisins. Boðendur þess eru
allt of fáir og andstæðingarnir allt of margir. Andstæðingar fagn-
aðarerindisins eru fjölmennir og áhrifamiklir.
Þess vegna verðum vér, sem enn getum veitt einhverja fjárhags-