Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 83
ÍSJ.ENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
8)
baga, bæði að efni og máli.1 Cuðbrandur gat ekki á sér setið að
hnjóða í útgáfurnar á ólíklegustu stöðum, jafnvel í bókaskránni
fyrir orðabók sinni 1874 og þó meir í skýringagrein í lestrabókinni
Icelandic Prose Reader 1879, þar sem hann birti Matteusar guð-
spjall o. fl. úr Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar og lofar það
hér jafn ákaflega sem' hann lastar síðustu þýðingu. Eiríkur Magn-
ússon í Cambridge, sem upphaflega hafði farið til Englands til að
sjá um prófarkalesturinn fyrir brezka biblíufélagið, svaraði Guð-
brandi í allvænum og gremju þrungnum bæklingi, sem þríprent-
aður var sama ár, tvisvar á ensku og einu sinni á íslenzku.2 Gerir
hann þar samanburð á þýðingu Odds og útgáfunum 1863—66 og
reynir auðvitað að velja þá staði, þar sem Oddi verður saman-
burðurinn óhagstæðari. Þó má jafnvel í þessu dæmasafni finna
ritningargreinar, sem af bera hjá Oddi. En biblíuskrif þessara
lærdómsmanna eru málaflutningur fremur en fræðirit. Guðbrandur
lór með geysingi og óbilgirni, Eiríkur með mærð og einsýni.3 En
Guðbrandur hafði tilfinningu fyrir tigninni í þýðingu Odds. Og
mönnum varð ljóst, að miklir gallar voru á síðustu þýðingunni,
bæði að því er varðaði mál og nákvæmni, svo að hún var sízt til
frambúðar.
XII.
Hið íslenzka biblíufélag ákvað því 1887, að útgáfan frá 1866
skyldi endurskoðuð.4 Ekki var þó hafizt handa um þetta fyrr en
1897, er Haraldur Níelsson kom heim frá námi og var ráðinn ti!
starfsins. Leysti hann það stórvirki af höndum að endurskoða og
]) A few Parallel Specimens from the first tree Gospels, Oxford J869.
Síðan eru deilugreinar um þessi efni eftir Guðbrand Vigfússon og Pétur
biskup í Þjóðólfi og Eirík Magnússon í Norðanfara.
2) Dr. Gudbrand Vigfussons Ideal of an Icelandic New Testament Trans-
lation, Camhridge 1879; Nokkur orð um þýðingu Odds lögmanns Gottskálks-
sonar á Matteusar guðspjalli, Rvk. 1879.
3) Um þessa deilu hafa m. a. skrifað Þorvaldur Thoroddsen í Ævisögu
Péturs Péturssonar biskups, Rvk. 1908, 209—18, og Stefán Einarsson í Sögti
Eiríks Magnússonar, Rvk. 1933, 84—93.
4) Skv. fundagerðabók Hins íslenzka biblíufélags, í vörzlum biskups.