Víðförli - 01.06.1950, Side 41
Dr. med. ÁRNI ÁRNASON. héraðslæknir:
Trú og visindi
i.
Þegar rökræða skal trú og vísindi, er oft litið svo á, að þetta
tvennt séu andstæður, sem verði að tefla hvorri gegn annarri og
komast að raun um, hvor geti unnið taflið. Vér trúaðir menn lít-
um ekki þannig á málið. Trúin tekur yfir svið, sem vísindin ná
ekki yfir, hún tekur við, ef svo má segja, þar sem þau enda. Trú,
í þeirri merkingu, sem hér um ræðir, eða það sem vér kristnir
menn skiljum með orðinu, er í sem fæstum orðum skoðun vor
og sannfæring um upphaf og stjórn heimsins og upj)haf, eðli og
örlög mannsandans. Vísindin gefa oss ekki þau svör við þessum
spurningum, sem oss nægja, ef þau þá gefa nokkur svör.
Er trú réttmæt í þessum skilningi? Það virðist mega svara því
játandi, og það af þeirri einföldu ástæðu, að allir hafa slíka
trú. Hver einasti hugsandi maður gerir sér einhverja grein, mynd-
ar sér einhverja skoðun á þeim efnum. Og þar sem enginn veit
um þessi efni, þá er skoðun allra jafnt trú í þessum efnum, van-
trúaðra efnishyggjumanna ekki síður en trúaðra manna. Þetta er
augljóst mál.
En ef til vill verður svarað: Látum það gott heita, að trú í
sjálfu sér, í þessari merkingu, sé ekki í ósamræmi við vísindin,
en trúarbrögðin eru það í mörgum atriðum. Vér skulum þá líta
á trúarbrögð vor, kristindóminn, sem eru hin einu, er ég geri hér
að umtalsefni
Hver er skoðun kristindómsins á umræddum atriðum? Hún
niun öllum kunnug. Guð hefur skajrað alheiminn, hann og lög-