Víðförli - 01.06.1950, Page 40

Víðförli - 01.06.1950, Page 40
38 VÍÐFÖRLI Trúin er existentiell vissa, þ. e. menn geta ekki átt hana á sama veg og menn aðhyllast meira eða minna ópersónulega vitneskju um allt mögulegt. Um guðsvitund, trúarvissu er því aðeins að ræða, að maður leggi sjálfan sig undir, að hún sé lifuð, upplifuð, og síð- an lifað á henni. Menn geta talið, að Guð sé til — eins og gömlu Epikurearnir töldu guði til -—■ en það skipti þá engu — menn geta aðhyllst þá skoðun, að Guð sé til og samt verið trúlausir í kristinni merkingu, þ. e. ef ekki er um að ræða persónulega, lífs- mótandi afstöðu til Guðs í trausti, samfélagi, hlýðni. Og á hinn bóginn getur tilvera Guðs virzt „teoretiskt“ ósennileg, á sama veg og t. d. útvarpið var ósennilegur möguleiki, þangað til það varð veruleiki, en trúarleg veruleikaáhrif geta rofið múr „teoretiskra“ andmæla og gert mann vissan. Og þessi vissa hefur rök sín í sjálfri sér. Þegar spurt er: Hvernig veiztu, að þú talar við Guð í bæn þinni og ekki út í bláinn? þá getur trúmaðurinn engu öðru svarað en þessu: Eg veit það af því, að ég mæti Guði, veit það af því, að Guð hefur mætt mér, talað til mín. Þetta er ekki vitsins niðurstaða á sama veg og röksluddar ályktanir um almenn þekk- ingaratriði. Þar fyrir er það engin vitleysa. Það er í sama flokki og persónulegustu viðbrögð okkar allra og þau, sem einnig rista dýpst í lífi hvers manns, í sama flokki og afstaðan til föður og móður, maka og barna eða til náins trúnaðarvinar. Það eru engin vísindi, þegar hjarta tengist hjarta í persónulegum trúnaði og hollustu, engin stærðfræði, engin rökspeki. Það, sem þá gerist, verður ekki analyserað eða leyst upp í formúlur. Og öðrum mönn- um verður ekki heldur gerð fyllilega grein fyrir því, nema þeir þekki eitthvað hliðstætt úr sínu eigin lífi. Ef þú hittir mann fyrir, sem aldrei hefur reynt ást, vináttu, kærleika, þá verðurðu að gefast upp við að gera honum skiljanlegt, hvað í slíku felst. Og það er ekki sacrificium intellectus, fórnfæring vitsins, heldur að- eins sú staðreynd, að honum er lokað lífssvið, sem þú hefur reynt og reynslan ein getur lokið upp til fulls.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.