Víðförli - 01.06.1950, Page 92
90
VÍÐFÖRLl
lega eða andlega aðstoð, að starfa og fórna í bæn til herra upp-
skerunnar og undir leiðsögu hans heilaga anda, svo að 1 jós fagn-
aðarerindisins slokkni ekki í hinni öldnu Evrópu. —- Sursum
corda!
(Sigurður Magnús3on stuil. theoh, færSi í íslenzkan búning.
-- Ritað sérstaklega fyrir Viðförla).
Austur eða vestur?
Dr. Martin Niemöller, hinn heimskunni baráttumaður gegn nazismanum,
birti þá grein, sem hér fer á eftir örlítið stytt, í Monatschrift der Bekenn-
enden Kirche í okt. s. 1.
Spurningin „austur og vestur“ er mönnum hugstæð franiar
öllum öðrum um þessar mundir og óhjákvæmileg nauðsyn krist-
inni kirkju að gera sér grein fvrir sínu svari.
Það svar væri ekki torvelt að veita, ef það eitt væri á seyði, að
tvö heimsveldi væru að berjast um heimsyfirráð. Slíkt hefur áður
gerzt í sögunni. Kirkja Jesú Krists gæti þá sagt blátt áfram, að
ríki þess Drottins, sem hún lýtur, sé ekki af þessum heimi og að
það sé ekki í hennar verkahring að taka afstöðu í átökum um völd,
hlutverk hennar sé að boða Guðs ríki. Því að erindið, sem kirkjunni
er falið að flytja, boðar Guðs dóm yfir valdafíkn mannsins og
kallar til friðar undir fyrirgefandi náð Cuðs. Þetta felst í boðun
krossins, í dauða og upprisu Jesú Krists, þar sem hin miklu úr-
slit eru þegar orðin, sem valda því, að „hlið heljar“ geta aldrei
orðið kirkju Krists yfirsterkari. Henni skýlir fyrirheit Drottins
um, að hún muni standast, þótt „hafið gnýi og freyði og fjöllin
gnötri fyrir æðigangi þess“. En málið liggur ekki þannig fyrir,
að um stórveldaátök ein sé að ræða. F.nda er því haldið fram, að