Víðförli - 01.06.1950, Page 4
2
VÍÐFÖRLI
ir leikmenn voru oft vissari í því að vitna í Biblíuna en kaþólskir
lærdómsmenn“.
Nú eru liðnar 4 aldir síðan þetta var. Þessir tímar eru langt að
baki. Að baki eru þeir tímar, þegar það var eins og að gefa ör-
þyrstum manni svaladrykk að fá honum Biblíuna í hendur á
skiljanlegu máli. Að baki er hin sterka vakning, sem m. a. birt-
ist í þeim áhuga á lýðfræðslu, almennri lestrarkunnáttu og
traustri uppfræðslu í meginsannindum Biblíunnar, sem ekki á
sinn líka og er undirstaðan undir alþýðumenntun lútherskra landa
og almenningsskólum. Nú erum vér staddir á 20. öld. Onnur á-
hugamál eru í fyrirrúmi og orka meir á almenning og jafnvel ékki
trútt um, að þeir, sem vilja slá vörð um hina helgu arfleifð og
halda í horfi um biblíunotkun og biblíuþekkingu — m. a. innan
vébanda skólanna —- eigi gegn bratta að sækja.
Þó er Biblían enn sem fyrr langsamlega útbreiddasta bók ver-
aldar og sú bók, sem árlega fer út í stærstum upplögum. Það
byggist á fórnfúsu sjálfboðastarfi kristinna einstaklinga og sterkra
félaga, biblíufélaganna, sem einskis láta ófreistað til þess að koma
Biblíunni sem víðast. Á bak við er sú trú, að orðið, boðskapurinn,
sem hún geymir, sé hið góða sæði guðsríkis, sem eigi fyrirheit um
ríkulegan ávöxt, J>rátt fyrir það þótt víða verði klöpp fyrir eða
ófrjó jörð. Og þessi trú hefur svo oft verið staðfest á eftirminni-
legan hátt og mætti nefna mörg dæmi um það.
En eigi að síður er þess ekki að dyljast, að tök Biblíunnar á
hugsun Vesturlandabúa eru mjög að losna. Utbreiðsla Biblíunn-
ar og fjöldi þeirra eintaka, sem dreift er út árlega, er ekki ein-
hlítur vitnisburður. Hvað er Biblían víða lesin? Hve mörg eru
þau heimili, sem umgangast hana dags daglega? Hve margir eru
þeir einstaklingar, sem lesa hana iðulega og lesa ofan í kjölinn?
Hvernig er farið biblíuþekkingu nútímamannsins? Þess er ekki að
dyljast, að svarið við þessum spurningum er ekki uppörfandi. Og
það vandamál, sem hér lýkst upp, er ekki bundið við eitt land
hins forna, kristna heims, það er geigvænlega almennt. Enskur
kirkjumaður skrifar fyrir fám árum: „Hinn kristni heimur stend-
ur frammi fyrir tröllaukinni andlegri umbyltingu og enginn sér