Víðförli - 01.06.1950, Page 10
VÍÐFÖRLI
Filippus tók að ieggja þessa ritningu út. í þessum orðum var fólginn
hinn mikli gleðiboðskapur um hinn fyrirheitna, Frelsarann, sem sak-
laus leið af því að hann vilcli bera vorar hörmungar og leggja vor
harmkvæli á sig, af því að hegningin, sem vér höfðum til unnið, skyldi
kom niður á lionum og vér verða heilbrigðir fyrir hans benjar.
Þetta er dæmi um það, hvernig postulakirkjan las Biblíuna,
hvernig hún lagði hana út og með hvaða árangri, eins og ég vék
að í upphafi máls míns.
Anr.að dæmi er í 24. kap. Lúkasarguðspjalls. Tveir lærisveinar
eru á ferð hinn fyrsta páskadag. Þeir ræðast við um allt þetta, sem
þeir ekki skildu, afdrif Jesú frá Nazaret, krossfestinguna, —- og
voru daprir í bragði. Hinn upprisni slóst í för með þeim og tók
að leggja út ritningarnar, allt það í þeim öllum, sem hljóðaði um
hann. Síðar, þegar þessum lærisveinum var orðið ljóst, hver það
var, sem slegist hafði í för með þeim, sögðu þeir hvor við ann-
an: Brann ekki hjartað í okkur meðan hann talaði við okkur á
veginum og lauk upp fyrir okkur ritningunum?
Brennandi hjörtu, — hvað mundi einkenna betur kirkju postul-
anna, kirkju Nýja testamenlisins? Þessi frásaga varpar ljósi yfir
safnaðarlífið, trúarlífið í frumkristni: Kristur, hinn upprisni, lauk
upp ritningunum, svo að þeir fundu sjálfan hann og heilagur eld-
ur hans fór um lijörtu þeirra.
Slagæðar hins óviðjafnanlega, grózkumikla lífs, sem einkenndi
postulakirkjuna, frumkirkjuna, voru ritningarnar, eða öllu heldur
hilt, hvernig þær voru orðnar lifandi boðskapur um hjál])ræði
Guðs. Á blöðum hinnar gömlu, helgu bókar blasti nú við í fullu
Ijósi það, sem Guð hafði frá öndverðu ætlast fyrir með mennina
og öll hans dásamlega íhlutun í sögu mannanna hafði miðað að,
frá þeirri stundu á morgni sögunnar, þegar hann gaf fvrirheit
sitt um það, að sæði konunnar skyldi sundurmerja höfuð högg-
ormsins, að maður af konu fæddur skyldi brjóta á bak aftur veldi
hins illa, sem komið var inn í heiminn fyrir óhlýðni og uppreisn
gegn Guði, hlýðni hins eina, hins nýja manns, sem koma skyldi í
fyllingu tímans, ætti að bæta fyrir óhlýðni hinna mörgu, óhlýðni
hins gamla mannkyns, vor allra, hvar sem vér stöndum í keðju