Víðförli - 01.06.1950, Page 90
88
VÍÐFÖRLI
Sá maður, sem hæst bar á þessari ráðstefnu og varð síðar aðal-
driffjöður hjálparstarfseminnar, var svissneski presturinn Adolj
Keller, sem nú er orðinn prófessor. Hann er einn mesti mannvin-
ur nútímans og kom þegar í Bethesda með mikilvægar tillögur
í umræðunum. Tillögur hans voru einkum í því fólgnar, að kirkj-
ur þær, sem að hjálpinni stóðu, skýrðu frá því, hve mikla hjálp
þær hefðu þegar veitt, og hve mikið þær hyggjust við að geta lát-
ið af mörkum. Það voru kirkjurnar í Ameríku, Sviss, Svíþjóð,
Noregi, Hollandi, Stóra-Bretlandi og Danmörku. Og því næst
sögðu allar hinar nauðstöddu kirkjur hver á eftir annarri frá
ástandi sínu. Og þær voru í miklum meiri hluta. Átakanleg neyð
var þar dregin fram.
Árangur ráðstefnunnar var sá, að mynduð var alþjóðanejnd,
og var Herold forseti hennar, en ég varaforseti. Keller var ski])-
aður aðalframkvæmdastjóri. Jafnframt var komið á fót a'ðalskrif-
stofu í Sviss. Því næst voru hjálparkirkjurnar hvattar til að koma
á hjálparnefndum heima fyrir, og gerðist það eftir ráðstefnuna.
Og svo hófst starfið.
Hver hinna þjóðlegu nefnda safnaði kerfisbundið gjöfum handa
hinum nauðstöddu kirkjum. Sumar gjafirnar voru sendar til að-
alskrifstofunnar, sem sett var á laggirnar í Genf, en aðrar- — og
þeirra á meðal danska nefndin — dreifðu sjálfar gjöfum sínum
meðal nauðstöddu kirknanna, og sú aðferð varð æ algengari. Enda
þótt sú meginregla að safna öllum gjöfunum á einn stað og dreifa
þeim þaðan út á meðal hinna bágstöddu hafi þann kost, að þá
dreifast gjafirnar jafnar yfir, hefur hin aðferðin þó þann stóra
kost fram yfir hana, að milli gefenda og þiggjenda skapast beint
samband, sem hlýtur að vekja og efla áhugann á hjálparstarfinu
að mun. Þá myndast andlegt og persónulegt samband milli
kirknanna
Alþjóðanefndin kom árlega saman í nokkra daga og ræddi
ástand hinna ýmsu kirkna í sambandi við skýrslur, sem borizt
höfðu, og heimsóknir. Árið 1923 hittumst við í Zúrich og síðar í
London, París, Edinborg og öðrum borgum og höfðum alltaf
útbreiðslufundi fyrir söfnuðina á þessum stöðum.