Víðförli - 01.06.1950, Page 90

Víðförli - 01.06.1950, Page 90
88 VÍÐFÖRLI Sá maður, sem hæst bar á þessari ráðstefnu og varð síðar aðal- driffjöður hjálparstarfseminnar, var svissneski presturinn Adolj Keller, sem nú er orðinn prófessor. Hann er einn mesti mannvin- ur nútímans og kom þegar í Bethesda með mikilvægar tillögur í umræðunum. Tillögur hans voru einkum í því fólgnar, að kirkj- ur þær, sem að hjálpinni stóðu, skýrðu frá því, hve mikla hjálp þær hefðu þegar veitt, og hve mikið þær hyggjust við að geta lát- ið af mörkum. Það voru kirkjurnar í Ameríku, Sviss, Svíþjóð, Noregi, Hollandi, Stóra-Bretlandi og Danmörku. Og því næst sögðu allar hinar nauðstöddu kirkjur hver á eftir annarri frá ástandi sínu. Og þær voru í miklum meiri hluta. Átakanleg neyð var þar dregin fram. Árangur ráðstefnunnar var sá, að mynduð var alþjóðanejnd, og var Herold forseti hennar, en ég varaforseti. Keller var ski])- aður aðalframkvæmdastjóri. Jafnframt var komið á fót a'ðalskrif- stofu í Sviss. Því næst voru hjálparkirkjurnar hvattar til að koma á hjálparnefndum heima fyrir, og gerðist það eftir ráðstefnuna. Og svo hófst starfið. Hver hinna þjóðlegu nefnda safnaði kerfisbundið gjöfum handa hinum nauðstöddu kirkjum. Sumar gjafirnar voru sendar til að- alskrifstofunnar, sem sett var á laggirnar í Genf, en aðrar- — og þeirra á meðal danska nefndin — dreifðu sjálfar gjöfum sínum meðal nauðstöddu kirknanna, og sú aðferð varð æ algengari. Enda þótt sú meginregla að safna öllum gjöfunum á einn stað og dreifa þeim þaðan út á meðal hinna bágstöddu hafi þann kost, að þá dreifast gjafirnar jafnar yfir, hefur hin aðferðin þó þann stóra kost fram yfir hana, að milli gefenda og þiggjenda skapast beint samband, sem hlýtur að vekja og efla áhugann á hjálparstarfinu að mun. Þá myndast andlegt og persónulegt samband milli kirknanna Alþjóðanefndin kom árlega saman í nokkra daga og ræddi ástand hinna ýmsu kirkna í sambandi við skýrslur, sem borizt höfðu, og heimsóknir. Árið 1923 hittumst við í Zúrich og síðar í London, París, Edinborg og öðrum borgum og höfðum alltaf útbreiðslufundi fyrir söfnuðina á þessum stöðum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.