Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 30
28
VÍÐFÖRLI
uðustu hugsun Forn-Grikkja, náði í raun og veru fullkomnun
sinni á miðöldum. Hinir miklu, kirkjulegu hugsuðii', einkum
Thomas Aquinas, tóku upp þráðinn frá fornöld og byggðu ofan
á hinn gríska grunn. Öll tilveran er stórt, lífrænt samband, þar
sem hinn guðlegi vísdómur verður hvarvetna rakinn. Það er Ágúst-
ínus, sem fyrstur allra í sögu mannkynsins, að ætla má, tekur sér
fyrir hendur alhliða og frumtæka athugun á afstöðu trúar og skiln-
ings, sem leiðir til niðurstöðunnar: Credo ut intelligam, ég trúi til
þess að geta skilið, og ryður þannig öðrum framar brautina til
þeirrar samstöðu trúar og skynsemi, sem einkennir skólastíska
guðfræði miðaldanna.
Veilur miðaldaguðfræðinnar voru ekki fólgnar í því, að menn
væru ekki nægilega opnir fyrir grískri rökhyggju. Og það er
ekki heldur svo, að jákvæð afstaða til vitsmunalegrar viðleitni sé
síðborið fyrirbæri innan kirkjunnar eða óvelkomin hornreka þar.
Kristin guðfræði hefur þvert á móti frá upphafi vega sinna að
heita má einum huga lagt á það megináherzlu, að trú og skyn-
semi, opinberun og vit séu ekki gagnstæður, heldur samstæður,
nauðsynlegar samstæður. Óvinsamleg afstaða til skynseminnar
sem slíkrar eða til þekkingarviðleitni er henni framandi. Hin
kristna hugsun gekk vitandi vits í bandalag við gríska um það,
sem jákvæðast var í lífsskilningi, og það bandalag hefur haft
megin áhrif á alla evrópska þróun.
Hugmynd Grikkja um það, að það sé guðlegt vit, rök, skyn-
semi á bak við heim mannsins og líf hans, öðlast nýja fyllingu
og miklu ríkari og frjósamari möguleika með því að vera hafin
upp í veldi þeirrar sköpunartrúar og guðsmyndar og þess skiln-
ings á manninum, sem Nýja testamentið boðar, og er þó enn
ótalið það, sem mestu skiptir í þessu, en að því kem ég síðar.
Löngu fyrir daga nútíma raunvísinda var það sem sé ríkjandi
hugsun fyrir atheina kristinnar guðfræði, að tiiveran sé „logisk“,
byggð á logos, vitið í tilverunni birtist í byggingu plöntunnar,
eðlisviðbrögðum dýrsins eins og í skipan stjarnhimnanna, og
þetta vit birtist á æðra stigi og í meðvitund um sjálft sig í mann-
inum, kemur fram í áhaldinu, sem hann býr upp í hendurnar