Víðförli - 01.06.1950, Page 55
ÍSLENZKAR BIRLÍUÞÝÐINGAR
53
í móðurmál að snúa hans orði í einu fjósi."1 En Oddur þarf
raunar livorki ungs aldurs né ills aðbúnaðar við sem afsökunar
á þýðingu sinni. Þeir agnúar á máli hans, sem áður voru nefndir,
eru auðskýrðir af tíma hans og aðstæðum. Um mál hans deildu
annars á sínum tíma Guðbrandur Vigfússon og Eiríkur Magnús-
son, og verður síðar að því vikið. En skoðun mín er sú, að Oddur
(iottskálksson sé einn af mestu stílsnillingum, sem við höfum átt,
hvað sem einstaka málhnökrum hans líður.2 Orðaforði hans er
firna mikill, málið auðugt, víða kjarnyrt, svii>mikið og töfr-
andi. Það býr yfir þeim helgihljómi, sem fáir biblíuþýðendur
okkar aðrir hafa náð. Hér skulu upp tekin fáein dæmi úr jNýja
testamenti hans, og verða menn þá að hafa það hugfast, að þetta
er frumþýðing og meira en 400 ára gömul.
Fyrst er hér jólaguðspjallið:
„En það bar til á þeim dögum, að það boð gekk út frá keisar-
anum Augusto, það heimurinn allur skyldi skattskrifast. Og þessi
skattur hófst fyrst upp hjá Cyrino, sem þá var landstjórnari í
Syria. Og allir fóru að tjá sig, hver til sinnar borgar. Þá fór
og Jóseph af Galílea úr borginni Naðareth u]>p í Júdeam til
Davíðs borgar, sú er kallast Betlehem, af því að hann var af
húsi og kyni Davíðs, að hann tjáði sig þar meður Maríu, sinni
festarkvón óléttri.
En það gjörðist, þá þau voru þar, að þeir dagar fullnuðust,
eð hún skyldi fæða; og hún fæddi sinn frumgetinn son og vafði
hann í reifum og lagði hann niður í jötuna, því að hún fékk
ekkert annað rúm í herberginu (o: gistihúsinu).
Og fjárhirðar voru þar í sama byggðarlagi um grandana við
fjárhúsin, sem varðveittu og vöktu yfir hjörð sinni. Og sjá! að
engill Drottins stóð hjá þeim, og Guðs birti ljómaði kringum
þá, og þeir urðu af miklum ótta hræddir. Og engillinn sagði til
■*•) Biskupaannálar jóns Egilssonar, Safn til sögu íslands 1, 77.
2) Þeir kunnáttumenn, sem mega hér gerst um tala, hafa og lokið
miklu lofsorSi á stíl Odds, svo sem Páll Eggert Ólason, SigurSur Nordal
og Jón prófessor Helgason.