Víðförli - 01.06.1950, Side 59
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
57
Hvor virðist bera sannari lotningu fyrir lausnara sínum og móð-
urmáli, sá sem segir, að Pétur „gægðist inn“ í gröf Jesú Krists,
eða hinn, er segir, að Pétur „laut þar inn“? Og hvor þýðir af
næmari biblíuvitund og meiri háttvísi, fjóspalls-setumaðurinn fyr-
ir 400 árum, er getur „dáins kviðar Söru“ (Róm. 4,19), eða bisk-
upirin á 19. öla, sem orðaði þetta svo, líkt og enn stendur í Biblíu
okkar, „að Sara var (komin) úr barneign“?
Loks er hér kafli úr 13. kapítula Fyrra bréfs Páls til Korinþu-
manna í þýðingu Odds:
„Þó að eg talaði tungur mannanna og englanna, en hefða ekki
kærleikann, þá væri eg sem annar hljómandi málmur eður hvell-
andi bjalla. Og þó að eg hefða spádóm og vissi alla leynda hluti
og alla skynsemi og hefða alla trú, svo að eg fjöllin úr stað
færði, en hefða ekki kærleikann, þá væri eg ekkert. Og þó að
eg gæfa allar mínar eigur fátækum og eg yfirgæfa minn líkama,
svo að eg brynni, og hefða ekki kærleikann, þá væri mér það
engin nytsemd. Kærleikurinn er þolinmóður og góðviljaður, kær-
leikurinn er eigi meinbæginn, kærleikurinn gjörir ekkert illmann-
liga; eigi blæs hann sig upp, eigi stærir hann sig; eigi leitar
hann þess, hvað hans er, eigi verður hann til ills egndur; hann
hugsar ekki vondsligt, eigi fagnar hann yfir ranglætinu, en fagn-
ar sannleikanum. Hann umber alla hluti, hann trúir öllu, hann
vonar allt, hann umlíður alla hluti. Kærleikurinn hann doðnar
aldrei, þótt spádómurinn hjaðni og tungumálunum sloti og skyn-
seminni linni.“x
Þessi lokavers hljóða svo í síðustu þýðingu: „Kærleikurinn
fellur aldrei úr gildi, en hvort sem það nú eru spádómsgáfur,
þá munu þær líða undir lok, eða tungur, þær munu hætta, eða
þekking, þá mun hún líða undir lok.“ Samanber aftur Odd:
„Kærleikurinn hann doðnar aldrei, þótt spádómurinn lrjaðni og
tungumálunum sloti og skynseminni linni.“
Munurinn á svip stílsins leynir sér ekki fyrir neinum þeim,
!) Sbr. þýðingu íslenzku hómilíubókarinnar á nokkrum versum úr sama
kafla, sem tilfærð var á bls. 50 hér að framan.