Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 67
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
65
Jobsbókarþýðing Odds gamla — og þar með, hver vera muni elz'tá'
íslenzk biblíuþýðing úr frummálum, sem um getur í heimildum.
En þar eð séra Oddur dvaldist hjá Brynjólfi biskupi í Skálholti 7
síðustu æviár sín (1642—49), eftir að hann lét af prestskap, er
ekki ósennilegt, að hann hafi þá fyrst tekið til við þýðinguna sér
til afþreyingar í éllinni og vegna samvistanna við Brynjólf, senV
hafi þá áformað eða byrjað Nýja testamentisþýðinguna. Ef svo ef,
hafa þeir unnið að þessu mjög samtímis og Brynjólfur vafalítið1
átt frumkvæðið.1 •
Um og eftir 1680 vann tungumálagarpurinn séra Páll Björns1
son í Selárdal að tilhlutan Þórðar biskups Þorlákssonar fyrstuii
íslendinga það stórvirki að þýða úr frummálunum Nýja testa-
mentið allt og nokkrar bækur Gamla testamentisins (m. a. Jobá-1
bók, Davíðssálma og Jesaja), og fylgdu miklar biblíuskýringar.
Aldrei voru þýðingarnar prentaðar, en mikill hluti þeirra ér til í
handritum.2 Málið virðist allgott eftir þeirra tíma hætti, en séra
Páll hafði m. a. stundað mælskufræði og var talinn einn mesti
prédikari sinna samtíðarmanna.3
Þeir voru systkinasynir séra Páll og Jón Vídalín, þótt Páll væri!
45 árum eldri og um skeið kennari frænda síns. Og meistari Jóir
verður einmitt næstuí.til að þýða Nýja testamentið allt á íslenzku
um 1710 og hefur þar bæði farið eftir frumtextanum gríska og
danskri Biblíu.4 Jafnframt gerði hann við það geysimiklar og
U Óvíst er og raunar ósennilegt, að sjalfstæð þýðing sé á upphafi Jó-
hannesar guðspjalls í AM 434 c, 12mo frá fyrra hluta 17. aldar, en það
er ókannað.
2) Lbs.: 1, 2 og 188, fol; 2, 20 og 498, 4to; 1, 8vo; JS: 77 og 78, 4to;
51, 8vo; AM 694, 4to.
:i) Shr. ritgerð Hannesar Þorsteinssonar um séra Pál í Skírni 1922, 82—84,
og Drög að sögu íslenzkra bibliuþýðinga eftir Magnús Má Lárusson, Kirkju-
ritið 1949, 337—38.
4) Jón Halldórsson, sem má hér trútt um tala, segir, að þýtt hafi verið
úr grísku (Biskupasögur I, 371, sbr. og Harboe, Dan. Bibl. VIII, 146), og
eiginhandaruppkast biskups ber það einnig víða með sér. Hins vegar talar
hann um það í hréfi einu til Christens Worms biskups, að þýðing sín sé að
mestu samhljóða síðustu dönsku Biblíuútgáfu, og það liefur einnig verið