Víðförli - 01.06.1950, Side 76
74
VlÐFÖRLI
svo að það hefur útgáfuslarf sitt því sem næst réttri öld eftir
prentun Steinsbibh'u, þar sem lægst var lotið, en nú mjög stefnt
á brattann. í Nýja testamentinu var ýmis ónákvæmni færð til
réttara horfs og bætt um rnarga málbresti, en endurskoðunin eng-
an veginn algjör. Aðalverkið vann Geir biskup Vídalín (samstofna
guðspjöllin) ásamt kennurum Bessastaðaskóla og fleirum, og
þýddi Sveinbjörn Egilsson Opinberunarbók Jóhannesar.1
Aðalstarfið við endurskoðun Gamla testamentisins fyrir útgáf-
una 1841 unnu Árni stiftprófastur Helgason í Görðum2 3 og svo
Bessastaðakennararnir, einkum Sveinbjörn Egilsson. sem hafði
hér þýtt 17 af ritum Biblíunnar: 2. Mósebók og allar bækur
spámannanna, hinna meiri og minni, nema bók Jeremíasar (og
Harmagrátinn), og svo í Nýja testamentinu Opinberunarbókina,
eins og áður gat. Hann hefur vafalítið stuðzt við frumtexta í öll-
um þýðingum sínum, ekki þarf þar í efa að draga um Opinber-
unarbókina, og einnig þykir það auðsætt af þýðingunni á Jesaja/1
Aðrir þýðendur Gamla testamentisins virðast hins vegar ekki hafa
t) Til eru einnij; í hdr. frá því um 1825 samstoína guðspjöllin með lag-
færingum Sveinbjarnar, breytt í það borf, sem prentað var, og lok Markúsar
guðspjalls í hreinriti hans (lB 507, 4to). En aðrir, sem lögðu hönd að Nýji
testamentinu 1827, voru séra Arni Helgason (Jóhannesar guðspjall og almennu
bréfin), Isleifur Einarsson assessor (Postulasagan), Steingrímur Jónsson bisk-
up (Rómverjabréfið), Jón Jónsson lektor (aðrir Pálspistlar) og Hallgrímur
Scheving kennari (Hebreabréfið). (Jón Helgason: Kristnisaga fslands II,
312; Haraldur Níelsson segir, að séra Bjarni Arngrímsson hafi endurskoðað
almennu bréfin, en ekki séra Arni; Studier, 190).
2) Séra Arni fór yfir 1. Mósebók, Rutarbók, Samúels- og Konungabæk-
urnar, Jobsbók, Davíðssálma, Orðskviðina, Prédikarann, Ljóðaljóðin, Jeremia
og allar Apokryfu bækurnar nema fyrri Makkabeabók. Aðrir, sem að endur-
skoðuninni unnu, voru Jón Jónsson lektor (3. Mósebók), séra Ásmundur
Jónsson í Odda (4. Mósebók), Helgi Thordersen, síðar biskup (5. Mósebók),
séra Hannes Stephensen á Ytra-Hólmi (Jósúabók), séra Jón Jónsson í
Möðrufelli (Dómarabókin), séra Þorsteinn Hjálmarsson í Hítardal (Kroníku-
bækurnar), séra Markús Jónsson í Holti (Esra- og Nehemíabækur), séra
Ólafur E. Joh nsen á Stað (Esterarbók) og séra Jón Jónsson í Steinnesi
(Harmagráturinn og fyrri Makkabeabók). (Sömu heimildir og síðast).
3) Haraldur Níelsson: Studier, 190—91.