Víðförli - 01.06.1950, Page 11
HVORT SKILUR ÞÚ?
9
fallinna kynslóða. Hin helga saga með öllum sínum fjölþættu at-
burðum, öllum sínum mörgu ólíku einstaklingum, sínum skugg-
um og skini, þetta var að vísu áfram eins og f jölbreytilegt munstur
í harla stóruin vef, en þeir sáu hvarvetna uppistöðuþráðinn —
Guðs vilja gagnvart mönnunum, tjáðan í fyrirheitinu, sem gefið
var ættföðurnum fyrir örófi alda: Af þínu afkvæmi skulu allar
ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta, kunngjörðan æ að nýju í hand-
leiðslu hans á eignarlýð sínum, í uppeldi hans, ögun og fræðslu, í
sendingu og vitnisburði spámannanna, og nú hafði þessi vilji, þetta
:-orð“, tekð holdgan, í Kristi Jesú, hinum krossfesta og upprisna.
Hvort skilur þú það, sem þú ert að lesa? Þetta var hin stöðuga
spurning frumkirkjunnar. Vér sjáum það nálega á hverju blaði
postularitanna. Hinn lauslegasti yfiilestur Postulasögunnar sýnir,
að hin frumkristna prédikun var fyrst og fremst fólgin í því að
varpa þessari spurningu fyrir áheyrendur og leysa úr henni. Þann-
ig prédikaði Pétur liinn fyrsta hvítasunnudag, þannig prédikaði
Stefán píslarvottur, þegar hann ávarpði böðla sína á aftökustaðn-
um. Og söm er uppistaðan í prédikun Páls. Og Páll gefur í síðara
hréfi sínu til Korintumanna skýringu á þessu. Hann segir • Það
hvílir skýla yfir lestri mannanna, óafhjúpuð, því aðeins í Kristi
verður hún að engu. Það hvílir skýha yfir hjörtum mannanna, þeg-
ar þeir lesa ritningarnar. En hvenær sem þeir snúa sér til Drott-
ins, verður skýlan burtu tekin. Án ljóss eru augun hlind. Páll og
frumkristnin hafði meðtekið það ljós, sem gerði augu þeirra sjá-
andi: Því að ekki prédikum vér sjálfa oss, heldur Krist Jesúm sem
Drottin en sjálfa oss sem þjóna yðar vegna Jesú. Því að Guð,
sem sagði: Ljós skal skína fram úr myrkri, hann lét það skína í
hjörtu vor, til þess að birtu legði af þekkingu vorri á dýrð Guðs,
eins og hún kom í ljós í ásjónu Jesú Krists.
Páll talar í öðru sambandi um orð, sem sé hneyksli og hennska
í augum mannanna. En hann á ekki við náttúrufræðilega agnúa
a sköpunarsögunni, ekki við Jónas í kviði hvalfiskjarins og anu-
að slíkt, sem venjulega er bent á, þegar talað er um hið hneykslan-
lega og heimskulega í Biblíunni. Nei, orðið, sem Páll á við, er
orðið um Krist krossfesta, -—- vér prédikum Krist krossfestan,