Víðförli - 01.06.1950, Side 68
66
VÍÐFÖRLI
lærðar skýringar. Hafði hann mikinn hug á að fá þetta verk sitt
allt gefið út, en auðnaðist það ekki. Við andlát hans lá það full-
búið til prentunar í Kaupmannahöfn í fórum Árna Magnússonar,
en nú eru aðeins varðveitt Pálsbréfin og Hebreabréfið, bæði í
eiginhandar uppkasti Vídalíns og í hreinriti skrifara hans með
leiðréttingum biskups.1 Af breytingum handritanna, sem fléstar
stefna til stílbóta, má margt ráða um vinnubrögð Jóns Vídalíns,
og auðséð er, að ritstörfin hafa ekki ávallt verið lionum þrauta-
laus né ætíð legið laust fyrir það orðalag, er síðast var valið. En
að óreyndu hefðu menn þó búizt hér við kjarnyrtari og svipmeiri
þýðingu frá meistarans hendi en raun ber vitni, því að víða
stendur hún að baki Þorláksbiblíu að máli, þótt orðaval sumt sé
snjallt að vonum. En hér réð hvorttveggja miklu: Þýðingin var
ætluð til prentunar og varð því að vera að smekk „hinna hálærðu“
í Kaupmannahöfn, sem áttu þar um hana atkvæði; og nákvæmd-
arviðhorf hins stranga rétttrúnaðarmanns hlaut að verða honum
þröngur stílfjötur, þótt þar ætti hann að vísu sammerkt við aðra.
Enn er þess að geta, að til er í skinnhandriti frá 17. öld íslenzk
þýðing guðspjallanna allra, sem sögð er önnur en nokkur hinna
prentuðu.2
En allar eru þessar óútgefnu biblíuþýðingar ýmist lítt eða ekki
kannaðar, svo sem að líkum lætur, þar sem geysimikil ránnsókn-
arefni bíða enn óunnin varðandi flestar prentuðu biblíuþýðing-
arnar.3
stutt með samanburSi, að hann hafi hér notað dönsku Bihlíu Hans Svanes
frá 1647 eða Resens frá 1607 (Arne Moller: Jón Vídalín og hans Postil,
Odense 1929, 172—79, 428—32; sbr. og Magnús Má Lárusson, Kirkjuritið
1949, 338—42).
H Lbs. 11-—12, 4to og 189, fol. — Athugandi er, að Pálspistlar og He-
breabréfið eru einmitt ein með rækilegum skýringum og skrifuð sérstakri
hendi í 18. aldar handriti Nýja testamentisins alls á íslenzku, Ny kgl. sml.
10, fol., en engin deili veit ég á þeirri þýðingu.
2) Gl. kgl. sml. 1326, 4to.
3) T. a. m. er til frá svipuðum tima og Steinsbiblía, eða ársett 1727,
óprentuð þýðing séra Þórðar Jónssonar í Reykjadal á Spádómsbók Haggaí
(Ny kgl. sml. 3 bb, fol.)