Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 46
44
VÍÐFÖRLI
skeiðs vísindanna og siðmenningarinnar. Þar er að finna uppfinn-
ingar og tilbúning fullkominna og öflugra morðvopna. Vísinda-
mennirnir finna upp sprengiefni, eiturgas og loks kjarnorku-
sprengjur, sem allt er notað og á að nota til stórkostlegrar eyð-
ingar og manndrápa. -Og síðast en ekki sízt má nefna ræktun
drepsóttasýkla í stórum stíl, sem ætlaðir eru til hernaðar og eyð-
ingar heilla borga og enda þjóða. Það er ekki ólíklegt, að sótt-
kveikjufræðingar sérstaklega fyllist hryllingi, þegar þeir hugsa
um þessi störf þeirra, sem eru sérstaklega starfsbræður þeirra,
störf, sem miða að eyðingu þjóðanna og menningarinnar. Það
eru vísindamenn, sem hafa starfað og starfa að öllum þessum
uppfinningum og hafa því komið þessari framleiðslu af stað.
Það væri þó ranglátt að gefa vísindunum sjálfum þetta að sök
eða meta þau minna fyrir þessar sakir. En á hitt er rétt og leyfi-
legt að benda, að hver sá maður, sem bampar mannlegum göll-
um á stjórn kirkjunnar í því skyni að hnekkja kristindóminum,
en dregur um leið fjöður yfir aðgerðir vísindamanna og tækni-
meistara, sem eru að gera heiminn að víti, hann er ekki hrein-
skilinn og sannleikselskandi málflutningsmaður, heldur ófyrirleit-
inn áróðursmaður.
II.
Ég hef þá lokið fyrra þætti þessa máls. Aðalatriði lians er
þetta: Vísindin ein og h'fsskoðun efnishyggjunnar fullnægja ekki
hugsandi mönnum, þegar um æðstu og dýpstu rök tilverunnar er
að ræða, en það gerir trú vor. Hún er einnig í samræmi við vit-
undarstarf vort og aðalatriði hennar, þau sem þekkingu og rök-
stuðning ber að beita við, reka sig ekki á vísindin, enda þótt
þau verði ekki skýrð með þeim. En vísindin eru dýrmæt og dá-
samleg Guðs gjöf til mannanna og geta átt sinn mikla þátt í
þroska, velgengni og hamingju þjóðanna, ef rétt er með þau far-
ið. — Þá er það síðari þátturinn.
Þegar rædd eru gildi trúar og vísinda, þá er ekki aðeins um
að ræða gildi hvors um sig fyrir hvern einstakling, heldur einnig
og ekki síður gildi þeirra fyrir hverja þjóð. Það er sú mikilvæga