Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 28
SIGURBJÖRN EINARSSON:
Trú og vísindi
(Framsöguerindi á umrœSujundi í Stúdentafélagi Reykjavílcur.
21. marz 1950).
I.
Sögulega séð eru trú og þekking samtvinnuð að upphafi vega.
Sú vitund, sá hugblær og sú afstaða til veruleikans, sem kallast
átrúnaður, tilfinningin fyrir því, að ekki sé allt sem sýnist, lotn-
ingin fyrir undri lífsins, fyrir helgi tilverunnar, þetta er megin-
forsenda hinnar spyrjandi afstöðu, þeirrar þekkingarleitar, sem
ekki takmarkast við þau hyggindi ein, sem í hag koma, sem seil-
ist út fyrir það, sem nauðsynlegt er til lífsins viðurhalds.
Ég sleppi þeirri spurningu, hvað trúin hefur þýtt fyrir mann-
ir.n í því að stæla h'ann og brynja í baráttu sinni fyrir lífinu, í
sókn sinni til vaxandi yfirráða yfir hinum ytra heimi. Það er
óhætt að fullyrða, hvað sem líður mati manna á gildi trúarbragða
nú og spádómum um framtíð þeirra hér eftir, að engum getur
dulizt, sem út í málið hugsar og eitthvað kynnir sér málavöxtu,
að átrúnaðurinn hefur á barnsaldri mannkyns verið mikill skóli
og ótvíræð stoð á þroskabrautinni. Menningin er öll frá byrjun
trúnni samfléttuð, hin fyrsta tækni, hin fyrsta list og hin fyrstu
vísindi.
Þegar svipast er eftir rótum vorrar eigin menningar, þá verða
fyrir Kaldear hinir fornu og Grikkir. Fyrsta dögun vitsmuna-
legrar íhugunar meðal þessara þjóða verður, þegar menn taka að
velta fyrir sér spurningunni um uppruna hins ytra heims, svo og
um hið innra eðli hans og takmark. Þetta er samfléttað í þeim
hugsanakerfum háðum, sem mest hafa þýtt fyrir vestræna, vits-
munalega hugsun á fyrsta stigi: Stjörnuspeki Kaldea og heimspeki