Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 72
70
VÍÐFÖRLI
fyrir framlag frá dönskum kaupmanni rétt eftir miðja öldina út-
hlutað ókeypis á Islandi nærfellt 600 eintökum Biblíunnar og
tæpum 1700 eintökum Nýja testamentisins.1 En sem dæmi þess,
hvílíkur skortur var hér oft á ritningunni, bæði fyrr og síðar, má
þess geta, að til er frá 1721 vönduð uppskrift alls Nýja testamenr,-
isins,2 enda skrifar Jón biskup Vídalín 1720, að mikill hluti presta
eigi ekki Biblíuna á íslenzku,3 4 og tæpri öld seinna hafði prófastur-
inn í Stafafelli þjónað brauði í 17 ár, áður en hann átti þess kost
að eignast eintak íslenzkrar Biblíu.1
VIII.
Það var því ekki á því vanþörf, þegar Biblían var loks prent-
uð næst eftir 66 ár. En áður en það varð, höfðu tvö rit Biblíunnar
verið prentuð í íslenzkum tímaritum, þótt þau réðu auðvitað enga
bót á ritningarskorti.
Endurskoðun á Spádómsbók Jesaja er birt í 6 fyrstu árgöng-
um Lærdómslistafélagsritanna, Kaupmannahöfn 1781—86. Til
endurskoðunar er tekin þýðing Þorláksbiblíu, og þau vers hennar
úr Jesaja, sem sérstaklega þykja standa til bóta, eru hér upp tekin,
fyrst óbreytt og svo endurþýdd og með hverju þe'irra sett skýr-
ingargrein til rökstuðnings hreytingunni. En til grundvallar end-
!) Ebenezer Henderson: Iceland II, 296—98. Um undirbúning og út-
gerS Vajsenhússbiblíu má annars lesa í Ævisögu Jóns Þorkelssonar I,
53—59 og 245—47. Þar getur þess m. a., að Halldór Brynjólfsson hafi,
um það leyti sem hann tók við biskupsdómi (1746), byrjað á þýðingu Nýju
testamentisins, sem ætluð hafi verið hinni fyrirhuguðu biblíuútgáfu, þótt
aldrei yrði af notum hennar, enda náði hún aðeins til loka Postulasögunnar,
en Halldór hefur lítils trausts notið sem þýðandi vegna mistaka hans við
Ranga-Ponta (1741). Þetta Nýja testamentisbrot hans mun nú vera glatað.
— Hins vegar er til frá fyrra hluta 18. aldar Nýja testamentið allt, þýtt
úr grísku af séra Eyjólfi Jónssyni á Völlum í Svarfaðardal (vígður 1699,
d. 1745; Lbs. 4, 4to).
2) Lbs. 1011, 4to, uppskrift Nýja testamentisins 1609, sbr. Magnús Má
Lárusson, Kirkjuritið 1949, 341.
3) Arne Moller: Jón Vídalín og hans Huspostil, 412 og 418.
4) E. Henderson: Iceland I, 224.