Víðförli - 01.06.1950, Page 52
50
VÍÐFÖRLI
í sólu setti liann búð sína, og svo sem brúðgumi fer hann
fram úr brúðhvílu sinni. (Sálm. 19,5—6).
Girnileg görsemi hvílist í munni spaks manns. (Orðskv. 20,15).
Elska öfundar eigi, eigi gerir hún miska, eigi drambar hún,
eigi er hún ágjörn, eigi leitar hún sinna hluta, eigi hæðir hún,
eigi hyggur hún illa, eigi fagnar hún illu, en hún samfagnar
góðu. Alla hluti ber hún, öllum trúir hún, öllum vilnast hún,
öllum heldur hún ujip, aldregi fellur hún. (I. Kor. 13,4—8).
Verið ér bernskir að illsku, en rosknir að viti. (I. Kor. 14,20)-
Sá er hendi drepur við einu boðorðinu, sá er allra sekur. (Jak.
2,10).
Þessi dæmi nægja til að sýna hefðarsvipinn og heiðríkjublæ-
inn á ritningargreinum íslenzku hómilíubókarinnar.
Þannig eru til allmörg brot úr Biblíunni í fornum þýðingum,
íslenzkum og norskum, og hefur Norðmaður einn, J. Belsheim
að nafni, safnað þeim fleslum í einn stað og birt.1 En lang-
samlega mestu biblíuþýðingar fornar eru norskar að uppruna,
í safni því, sem kallað hefur verið Stjórn. Það tekur aðeins ti!
Gamla testamentisins, en þarna eru líka margar bækur þess þýdd-
ar í heilu lagi. Stjórn er raunar ekki samstætt rit, hvorki eins
manns verk né öll frá sama tíma. Elzti og merkasti hluti þýðing-
arinnar mun vera frá öndverðri 13. öld. Stjórn var gefin út af
G. R. Unger í Christianiu 1862. En þar sem hér er ekki um ís-
lenzka þýðingu að ræða, verður ekki um hana fjallað frekar
að sinni, en hún er stórmerkileg, og væri gaman að fá tækifæri
til að kynna hana hér betur seinna.
II.
Til margra þessara eldri helgiritaþýðinga hefur Oddur Gott-
skálksson vafalaust þekkt, er liann tók fyrstur manna að þýða
Nýja testamentið allt á íslenzku, og hefur auðvitað á margan
1) Theologisk Tidsskrift for den evangelisk-lutherske Kirke i Norge, 1884.