Víðförli - 01.06.1950, Side 57
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
55
En til er það í tveimur íslenzkum þýSingum eldri. t Stokk-
hólms hómilíubók er það þýtt á þessa leið (úr Lúkasi) :
„Faðir vor, sá er ert í (á) liimnum. Helgist nafn þitt. Til komi
fíki þitt. Verði vilji þinn svo sem á himni, svo og á jörðu. Brauð
vort hversdagslegt gefðu oss í dag. Og fyrgefðu oss skuldir vor-
ar, svo sem vér fyrgefum skuldurum vorum. Og eigi leiðir þú
oss í freistni, heldur leystu oss frá illu. Arnen.111
Og í tveimur 15. aldar handritum hljóðar það svo: „Heyrðu,
faðir vor, er í himinríki ert. Helgist nafn þitt. Til komi ríki
þitt. Verði vilji þinn á himni sem á jörðu. Gef oss í dag brauð
vort dagligt. Gef þú oss upp skuldir vorar, sem vér gefum upp
skuldunautum vorum. Leið oss eigi í freistni. Leys þú oss frá
öllu illu.“* 2
En víkjum aftur að Oddsþýðingu. Hér er dæmi úr 7. kap.
Matteusarguðspjalls:
„Fyrir því, hver hann heyrir þessi mín orð og gjörir þau, þann
mun eg líkja þeim vitrum manni, sem byggði upp sitt hús yfir
hellustein. Og er hríðviðri gjörði og vatnsflóðið kom og vindar
blésu og dundu að húsinu, og húsið féll eigi að heldur, því að
það var grundvallað yfir helluna. Og hver hann hevrir þessi mín
orð og gjörir þau eigi, hann er líkur þeim fávísa manni, sem
upp byggði sitt hús á sandi. Og þegar þeysidögg gjörði og vatns-
flóð kom og vindar blésu og dundu að því húsi, og það hrapaði,
og þess hrapan varð mikil.“
Loks skulu hér nokkrar setningar hjá Oddi bornar saman við
nýjustu biblíuþýðingu okkar.
Allir kunna upphaf Jóhannesar guðspjalls, sem er svohljóð-
andi í síðustu þýðingu: „1 upphafi var orðið, og orðið var hjá
Guði, og orðið var Guð.“ Hjá Oddi er þetta hins vegar: „í upp-
H Útg. Wiséns, 195—-99.
2) AM 624 og 626, 4to; Leifar fornra kristinna fræða íslenzkra, útg. aí
Þorvaldi Bjarnarsyni, Kh. 1878, 159—61. — Einnig er Faðirvorið í norsku
hómilíubókinni, þar sem í 5. bæn er m. a. notað orðið „sökunautar".