Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 103
BÆNIN MÁ ALDREI BRESTA ÞIG
101
því að aldrei er eins mikil þörf á, að þú krjúpir frammi fyrir
Drottni, og einmitt þá. En það er eðli bænarinnar, að hún dregnr
hugann frá J>ví, sem truflar og glepur, gerir oss styrk og örugg
í öllu því, sem er gott.
„Bænin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að Drottins náð.
Andvana lík til einskis neytt
er að sjón, heyrn og máli sneytt,
svo er án bænar sálin snauð,
sjónlaus, köld, dauf og rétt steindauð."1
Þannig kveður trúarskáldið góða. Hann þekkti af eigin reynslu
rnátt og gildi bænarinnar, og hve mikils virði hún er fyrir andlegt
jafnvægi og heilbrigði. Hana má aldrei vanta. Margvíslegar freist-
ingar eru á vegi vorum, og þó að viljinn sé góður og vér ásetj-
um oss að gera það, sem gott er, þá reynumst vér miður, er á
hólminn kemur, og gjörum það, sem vér vildum þó ekki hafa gjört.
„Vakið því og biðjið, til þess að þér fallið ekki í freistni. And-
inn er að sönnu reiðubúinn, en holdið er veikt,“ sagði Jesús forð-
um. Og ekki einungis á stundum freistinganna er bænin hið sterk-
asta afl, sem vér eigum, heldur og á stundum þjáninga og hryggð-
ar. Þá finnum vér, að hún er einasti lykillinn að náð og miskunn-
semi Guðs. Vér megum ])ví ekki vanrækja bænina. Vér megum
ekki við því að missa stuðning liennar. Án hennar verður vort
andlega ástand á sinn hátt eins og ástand dauðs manns, líkama
án sjónar, máls og heyrnar.
Bænin er í innsta eðli sínu sambandið milli Guðs og vor, sam-
félagið við hann, skapara og höfund lífsins. Og hún er þá um
leið hinn mesli aflgjafi til skilnings á réttu viðhorfi til lífsins
og hin styrkasta stoð í baráttu þess.
Bænin er óviðjafnanlegur styrkur, hvort sem vér biðjum upp-