Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 29
TRÚ OG VÍSINDI
27
Grikkja. Stjörnuspekin var guðfræði Kaldea, stjörnurnar voru í
sambandi viS guðdómana og athuganir musterisprestanna á gangi
himintungla leiddu smátt og smátt lil stjörnufræða, sem voru
furðulega nákvæm og yfirgripsmikil og höfðu hin mestu áhrif og
mega teljast undirstaðan undir stjarnvísindum Evrópumanna.
Þarna fer trúarþörfin og þekkingarleitin að upphafi vega í sama
farvegi.
Sama máli gegnir um grísku heimspekina. Þar á ég ekki fyrst
og fremst við jónisku heimspekingana og óbrotnar tilgátur þeirra
um upphaf og eðli heims, heldur við höfuðfulltrúa hinnar klass-
ísku, grísku heimspeki, Platon og Aristóteles. Að skilningi þeirra
beggja eru vísindi þekking á sönnu eðli hlutanna. En það er ó-
kleift að hugsa sér að ná tökum á sönnu eðli hlutanna nema með
því að grafa dýpra og seilast hærra en náttúran, heimur hinna
ytri skynjana, hrekkur, það verður að beina sjónum út fyrir sjón-
deildarhringinn, til hinna eilífu, yfirskilvitlegu hugsýna, sem eru
veruleikinn í veruleikanum og allar tengjast í eina heild í guðs-
hugtakinu. Guð eða hið guðlega er síðasta orð vísindanna, rót
og rök allrar þekkingar.
Þessi skilningur hélst í hendur við allharðskeytta gagnrýni á
alþýðlegum trúarhugmyndum, eins og þær voru t. d. tjáðar í
Hómerskvæðum. 1 þessu tilliti var grísk heimsjmki að nokkru hlið-
stæð spámannastefnunni í Israel, þótt starfsemi spámannanna
byggðist á öðrum forsendum og næði ólíku meiri og varanlegri
árangri.
Ein hin afdrifaríkasta hugmynd grískra spekinga var logos-
hugtakið. Logos þýðir margt — vit, rök, meining, skynsemi, orð,
hugsun. Logos er frumafl (princip) alheimsins og jafnframt það,
sem gerir manninn að manni. Þessi hugmynd varð traustasti tengi-
liður kristinnar heimspeki og grískrar. Hugmyndin kemur líka
fram í Gamla testamentinu, hugmyndin urn hina guðlegu speki,
sem sé frumafl sköpunarinnar og rök tilverunnar. En aðal manns-
ms sem hugsandi veru með eilífa ákvörðun er þar tjáð með þeim
orðum sköpunarsögunnar, að maðurinn sé skapaður í Guðs mynd.
Sú samfylgd trúar og þekkingar, sem grundvölluð var í þrosk-