Víðförli - 01.06.1950, Qupperneq 113
111
ENDURKOMA JESÚ KRISTS, ÞÚSUNDÁRARÍKIÐ OG ...
fleiri þjóða, en Biblían gerir ekki ráð fyrir því, hún talar á þsss-
um staS um, aS píslarvoUarnir, sem hálshöggnir höfSu verið sakir
vitnisburðar Jesú og sakir Guðs orðs, eigi að lifna og ríkja með
Kristi um þúsund ár. Hér er alls ekkert hundið við neina ákveðna
þjóð né kynflokk. Og hér er það aðalerfiðleikinn, að þctta virðist
vera bundið við píslarvottana, og svo hitt, að hér er beinlínis tal-
að um ujjprisu þeirra á undan öðrum mönnum (fyrri upprisuna).
Og um leið og hún er nefnd, hlýtur að vera gert ráð fyrir síðari
upprisu. En annars staðar í Ritningunni er ekki talað um tvær
u])prisur, nema ef vera skyldi í Lk. 14.14, þar sem talað er um
iipprisu réttlátra.
VII.
Áður en vér leitumst við að skýra hinn eina ritningarstað, sem
veldur verulegum erfiðleikum, þegar vér viljum hugsa um kenn-
ir.gu Heilagrar Ritningar um hina síðuslu viðburði í heiminum,
skulum vér virða fyrir oss þær kenningar, sem fram hafa komið
um þetta efni.
Þess ber að gæta, að fornkirkjan lagði ekki mikla áherzlu á þessa
kenningu. Hún lagði aðaláherzluna á kenninguna um endurkomu
Jesú Krists og á upprisuna. Það var þeirra mikla huggun, að Guð
mundi gefa þeim hið eilífa líf. Fornkirkjan kenndi ekki, að sálin
væri ódauðleg, heldur að Guð einn hefði ódauðleika og um ó-
dauðleika væri ekki að ræða nema með því móti, að Guð gæfi
hann. Að vísu trúðu hinir fyrstu kristnu menn, að þeir fengju að
lifa í samfélagi við Guð þegar eftir dauðann, þar sem Guð hafði
þegar gefið öllum, sem trúðu, eilíft líf, en þar fyrir kenndu þeir
ekki, að sálin væri ódauðleg. Sú kenning kom frá grísku heims-
spekinni, að sálin gæti ekki dáið. En'ef vér hefð’um spurt hina
kristnu menn á fyrstu öldum eftir Krist, hvort sálin gæti lifað eða
ekki án Guðs, þá liefðu þeir svarað, að án Guðs gæiti sálin ekki
lifað, hún væri ekki ódauðleg í sjálfri sér. A111 færi eftir því, hvort
Guði þóknaðist að gefa henni líf.
Og þessi trú varðveitti kirkjuná frá villu gnostikastefnunnar og
efnisbyggju þeirra tíma, en það var guðs])eki fornaldarinnar og að