Víðförli - 01.06.1950, Qupperneq 65
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
63
leitar uppruna síns, og „gullkeldan framhleypur“ hér, þar sem
„gullskálin brotnar“ hjá okkur, mætti það minna okkur á, að
stundum getur orðið að því sönnust svölun að leita til uppsprettu-
lindarinnar, þar sem hún fellur fyrst inn yfir landamörk íslenzkr-
ar tungu.
IV.
Onnur útgáfa ritningarinnar allrar á íslenzku er Biblía Þorláks
lnskups Skúlasonar, dóttursonar Guðbrands og eftirmanns á Hóla-
stóli. Þorláksbiblía er prentuö — með miklum töfum — á árun-
um 1637—1644, enda er hún til með tvenns konar titilblöðum,
sínu með hvoru ártalinu, 1637 og 1644, þar sem hið eldra er gert
við upphaf prentunar, en hitt útgáfuárið.1 Þorláksbiblía er að
mestu endurprentun Guðbrandsbiblíu, en þó endurskoðuð, nokkuð
eftir Biblíu Lúters, en einkum eftir danskri þýðingu2 3 og máli því
fremur spillt. Sums staðar fer þó Nýja testamentið hér nær því,
sem er í Guðbrandsbiblíu en útgáfunni 1609.:i En ekki aðeins að
máli, heldur einnig að útgerð stendur Þorláksbiblía að baki Guð-
brandsbibliu — og er þó stórum myndarleg, og hér er þegar tekin
upp tölumerkt versaskipting. Ekki hefur verið kannað til neinnar
fullnustu, hve mikið muni vera varðveitt af elztu Biblíunum ís-
lenzku, en ýmsir bókfræðingar ætla, að Þorláksbiblía muni vera
þeirra fágætust.4
Davíðssálmar voru prentaðir einir sér á Hólum í biskupstíð Þor-
láks, 1647, eftir Þorláksbiblíu. Og endurprentaðir voru þeir þar
1675.
D Sbr. Harboe, Dánische Bilrilothec VIII, 102—105; Finnur Jónsson:
Hist. eccl. Isl. III, 720.
2) Sbr. ummæli biskups í eftirmála Þorláksbiblíu. Líklega hefur aðallega
verið höfð hliðsjón af dönsku biblíuútgáfu Ilans Poulsens Resens frá 1607
(Biskupasögur Jóns Halldórssonar II, 84, Islandica XIV, 11—13), þótt Har-
aldur Níelsson dragi það raunar í efa IStudier tilegnede Frants Buhl, 188).
3) Sbr. Menn og menntir II, 543.
4) Því er þó haldið fram í ungum heimildum, að Þorláksbiblía hafi verið
prentuð í 1000 eintökum (t. a. m. hjá Ebenezer Henderson: Iceland, Edinb.
1818, II, 286). En á þeim tíma héldu menn það einnig um Guðbrandsbiblíti.