Víðförli - 01.06.1950, Side 45

Víðförli - 01.06.1950, Side 45
TRÚ OG VÍSINDI 43 til árása á kristindóminn. Ég nefni næst sögu kirkjunnar, viður- eign hennar við vísindin, við sannleik og sannleiksleit, mannúð og réttlæti. Þeirri sögu, eða réttara sagt ákveðnum köflum henn- ar, er vantrúarmönnum gjarnt á að hampa. Og það er bezt að segja það undir eins, að sú saga er að mörgu levti raunasaga, margir kaflar hennar slíkir, að hver kristinn maður hlýtur að lesa þá með sárri hryggð. En þess ber að gæta, að þótt þessi saga öll sé talin saga kirkjunnar, þá er enginn þeirra kafla, sem hér um ræðir, saga um framkvæmd kristindómsins á liðnum öldum. Þeir kaflar eru saga um það, hvernig kirkjunni og málefnum kristindómsins var stjórnað þvert á móti anda hans og tilgangi. Þeir eru saga um valdasýki og ágirnd, skammsýni, þröngsýni og grimmd, saga um það, hvernig óhlutvandir menn og misindis- menn notuðu kirkjuna sér til framdráttar, auðs og valda. Arásir efnishyggjumanna út af þessum hlutum eru því réttlátur og verð- skuldaður áfellisdómur um hin illu öfl, sem komust til valda í kirkjunni lengur eða skemur. En þær verða ekki árásir á kristna trú, því að hún er þar sannarlega ekki að verki, þótt með henni væri flaggað. Stjórn kirkjunnar og skipun málefna hennar í höndum ófullkominna og oft misjafnra manna hefur sannarlega ckki ávallt verið sama sem kristin trú og breytni. Árásir þessar missa því algjörlega marks, auk þess sem þær eru úrellar að því leyti sem þær byggjast á sögu liðinna alda og menningar, sem nú er allt önnur. Svo er og á annað að líta. Þessir söguritarar velja úr og sleppa því, sem betur hefur farið. Kirkjan hefur látið margt og mikið gott af sér leiða gegnum aldirnar og andi kristindómsins hefur lifað þrátt fyrir allt og borið marga og mikla, fagra og bless- arríka ávexti. Og svo er að iokum eitt enn til athugunar fyrir vísindamenu efnishyggjunnar. Vísindin eiga líka sína sögu. Þótt vísindin sjálf séu ágæt og saga þeirra glæsileg, þá má þó einnig þar finna ófagra kafla, ef eftir er leitað. Ég er ekki sagnfræðingur og ætla ekki að hætta mér aftur í myrkur miðaldanna. Þess er ekki heldur þörf. Vér getum litið til vorra ára, hins glæsilega blóma-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.