Víðförli - 01.06.1950, Side 118
Tvœr myndir
• I.VIÐFÖRLI ljirtir ekki minningargreinar að jafnaði. En þessar myndir
samferðamanna af tveim nýlega látnum prestum hafa orðið á vegi hans
og vill hann gjarna varðveita þær frá gleymsku. Ritstj.].
Síra Guðmundur Einarsson, prófastur, var fæddur að Flekkudal í
Kjós 8. sept. 1877. Foreldrar hans voru Einar hóndi Jónsson og Ulfhildur
Guðmundsdóttir. Snemma missti hann föður sinn og fluttist með móður
sinni og systkinum til Reykjavíkur.
Ungur hóf hann nám í Reykjavík og komst í Lærðaskólann, en hvrrf
frá námi úr öðrum bekk og fór til Ameríku. Kvæntist hann þar Guðnýju
Skaftadóttur og eignaðist með henni einn son, en missti þau hæði þar
vestra. Eftir lát þeirra hvarf hann aftur til íslands og hóf nám að nýju
studdur af hræðrum sínum en vann mjög meðfram náminu. Kom sér þá veh
að hann skorti hvorki stórhug né afburða þrek, því að þá var ekki auðgert
að afla fjár til náms af eigin rammleik. Lauk hann stúdentsprófi vorið
1901. Að því loknu sigldi hann til Kaupmannahafnar, fékk þar garðvist og
lagði stund á guðfræði. Lauk hann prófi þar 1907.
Hann vígðist til Nesþinga í Snæfellsnessprófastsdæmi 16. ágúst 1908 og
fékk veitingu fyrir þeim sama ár. Á því ári kvæntist hann eftirlifandi konu
sinni, Onnu Þorkelsdóttur, prests á Reynivöllum í Kjós.
Gerðist hann mjög athafnasamur þar vestra á öllum sviðurn. Auk embættis
síns veitti hann barnaskólanum þar forstöðu um langt skeið, var í sveitar-
stjórn, stjórn sparisjóðsins og kaupfélagsins og átti þátt í stofnun þess. Þar
fékkst hann og bæði við búskap og útgerð. Athafnasemi hans á þeim árum
virtist engin takmörk eiga. Þá var Ólafsvík miklu erfiðara kall en nú orðið.
því annexían Hellnar, sunnan jökuls, var þá með Ólafsvík. Á vetrum fór
sr. Guðmundur jafnan gangandi þangað yfir Jökulháls, mjög brattan fjall-
veg. Taldi hann, að fætur sínir hefðu mjög bilað við þær göngur. Auk þess
hafði hann oft heimaskóla til að búa pilta undir skóla, jafnvel gagnfræða-
próf. Hafði hann hið mesta yndi af slíkri kennslu, vann að henni með
sömtt atorku og öllu öðru er hann gerði og náði líka jafnan ágætum ár-
angri. Mun hið umsvifamikla starf þar hafa þreytt hann nokkuð fyrir tím-
ann. Fékk liann sér kapilán, systurson sinn, en sótti síðan um Þingvelli og
fékk veitingu fyrir því embætti 1923.
Mun honum mjög hafa brugðið við verkahringinn i þessu fámenna presta-