Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 25
VORU UNGBÖRN SKÍRÐ í FRUMKRISTNI?
23
inni veitist einstaklingnum þaS á persónulegan hátt, sem Kristur
hefur afrekað. Og þar meS er gert tilkall til hans af Guðs hálfu.
Því er alvarlegt aS falla úr skírnarnáðinni. ÞaS ónýtir áhrif henn-
ar og ávexti, en ekki hana sjálfa.
Þetta má skýra með dæmi: Þegar manni er veittur ríkisborgara-
réttur, þá á sér stað raunveruleg upptaka í viðkomandi ríki. Það
er ekki aðeins kunngjörð ákvörðun eða staðreynd, heldur gerist
raunverulegur viðburður, sem skiptir sköpum. Allt, sem ríkið sem
slíkt hefur upp á að bjóða, veitist hinum nýja þegni, og það án
tillits til þess, hvort hann óskar þess eða ekki eða hvað honum
verður úr þessu síðar meir. Einnig hvítvoðungar eru þannig gerð-
ir ríkisborgarar með öllu því, sem það felur í sér af réttindum og
skyldum. Hvort sem þiggjandinn hefur sótt um þetta eða ekki,
þá skiptir afstaða hans eða hugur ekki neinu meginmáli á þeirri
stundu, sem þelta gerist. En bæði fyrir ríkið og hinn nýja þegn
skiptir afstaða hans síðar meginmáli. En hvernig sem um það fer,
þá er sjálf veiting réttarins jafnvirkileg fyrir því og engan veginn
aðeins táknræn. Hann öðlast ekki aðeins borgarabréf, heldur öll
efnisleg og andleg réttindi ríkisþegns. Hann getur fyrirgert þessu,
en þá er hann föðurlandssvikari.
Líkingin er ekki fullkomin, en bendir þó til þess, hvað skírnin
er. Hún er Guðs verk, sem ekki hefur rök sín í afstöðu mannsins.
En hvað úr henni verður, er undir einstaklingnum komið. Á skírn-
arstundinni verða að Guðs frumkvæði þau úrslit og örlagahvörf,
sem móta alla aðstöðu mannsins þaðan af. En á hvern hátt — það
er spurningin um trú skírnþegans.
Getur skírn haft slíkt gildi, þegar óviti á í hlut? Því iná svara
raeð annarri spurningu: Hvernig gat atburðurinn á Golgata orðið
eilífgild gjöf öllu mannkyni til handa, án vitundar þefts og vilja?
En getur óvita barn öðlast heilagan anda? Kristin skírn er, skv.
áður sögðu, óhugsandi án gjafar heilags anda, og vér fullyrðum,
að allt, sem N. t. segir almennt um skírnina, gildi og um skírn
barna.
f frásögum Postulasögunnar af skírnarathöfnum er t.ungutal
venjulega hið ytra merki um gjöf heilags anda. Slík ytri merki eru