Víðförli - 01.06.1950, Page 34
32
VÍÐFÖRLI
sífellt að endurskoðast, hver ný þekking bendi út fyrir sjálfa
sig, verði að gagnrýna sjálfa sig. Kristin vísindi forðast hvort
tveggja jafnt — að neita möguleika sannrar þekkingar og að gera
núverandi þekkingu sína að algildri niðurstöðu, en hvort tveggja
er tií og reynsla samtímans sýnir, hvernig hvort tveggja getur farið
saman — dogmatismi og skepsis, en þau hjú eru ekki góö hvort
í sínu lagi. en þó sýnu verri saman.
Ég hef bent á þá afstöðu til skynsamlegrar hugsunar, sem ein-
kennir kristinn skilning frá öndverðu og er snar þáttur hinnar
djúprættustu vitundar kristinnar trúar um rök, uppruna og eðli
þessa heims. Ég hygg lorvelt að neita því með frambærilegum
rökum, að þetta hafi haft gjörtæk áhrif á vestræna menningar-
þróun. Kristin guðfræði er einhuga um það, að Guð hafi gefið
manninum ljós iskynseminnar, að heimurinn sé heimur Guðs,
byggður á guðlegu viti. Maðurinn getur því óhikað gengið inn
í völundarhús tilverunnar í von um að geta komizt á snoðir um
lögmál hennar og gerð og ráðið æ fleiri gátur. Sönn þekking er
því möguleg og allt, sem ávinnst í því, er Guði til dýrðar. Ég
hygg erfitt að skilja þá bjartsýni og þá djörfung, sem forgöngu-
menn raunvísindanna í Evrópu voru mótaðir af, án þess að setja
það í samband við þessa grundvallarafstöðu, sem þeir höfðu til-
einkað sér beinlínis fyrir atbeina kristins lífsskilnings.
III.
Unglingsárin eru oft ekki alveg árekstralaus, þótt í hlut eigi
góðir foreldrar og vel örtuð börn. Því fremur er hælta á, að
misskilningur kunni að verða, jafnvel friðslit í svipinn, sem þrosk-
inn er bráðari. Mér finnst þessi líking ekki fjarri réttu um afstöðu
trúar og vísinda um alllangt skeið undanfarið. Miðaldamenningin
var samfelld, það var eins og á heimili, þar sem eindrægni ríkir,
börnin hlíta úrskurðum foreldranna og leiðsögn árekstralaust,
Miðaldakirkjan var oft harla drottnunargjörn og skildi ekki, að
hin ýmsu svið mannlífsins eiga sinn sjálfstæða tilverurétt. Hún
vildi ekki aðeins leiðbeina, heldur segja fyrir verkum. Nú vildu
vísindin standa á eigin fótum og þurftu að gera það. Renessans-