Víðförli - 01.06.1950, Page 34

Víðförli - 01.06.1950, Page 34
32 VÍÐFÖRLI sífellt að endurskoðast, hver ný þekking bendi út fyrir sjálfa sig, verði að gagnrýna sjálfa sig. Kristin vísindi forðast hvort tveggja jafnt — að neita möguleika sannrar þekkingar og að gera núverandi þekkingu sína að algildri niðurstöðu, en hvort tveggja er tií og reynsla samtímans sýnir, hvernig hvort tveggja getur farið saman — dogmatismi og skepsis, en þau hjú eru ekki góö hvort í sínu lagi. en þó sýnu verri saman. Ég hef bent á þá afstöðu til skynsamlegrar hugsunar, sem ein- kennir kristinn skilning frá öndverðu og er snar þáttur hinnar djúprættustu vitundar kristinnar trúar um rök, uppruna og eðli þessa heims. Ég hygg lorvelt að neita því með frambærilegum rökum, að þetta hafi haft gjörtæk áhrif á vestræna menningar- þróun. Kristin guðfræði er einhuga um það, að Guð hafi gefið manninum ljós iskynseminnar, að heimurinn sé heimur Guðs, byggður á guðlegu viti. Maðurinn getur því óhikað gengið inn í völundarhús tilverunnar í von um að geta komizt á snoðir um lögmál hennar og gerð og ráðið æ fleiri gátur. Sönn þekking er því möguleg og allt, sem ávinnst í því, er Guði til dýrðar. Ég hygg erfitt að skilja þá bjartsýni og þá djörfung, sem forgöngu- menn raunvísindanna í Evrópu voru mótaðir af, án þess að setja það í samband við þessa grundvallarafstöðu, sem þeir höfðu til- einkað sér beinlínis fyrir atbeina kristins lífsskilnings. III. Unglingsárin eru oft ekki alveg árekstralaus, þótt í hlut eigi góðir foreldrar og vel örtuð börn. Því fremur er hælta á, að misskilningur kunni að verða, jafnvel friðslit í svipinn, sem þrosk- inn er bráðari. Mér finnst þessi líking ekki fjarri réttu um afstöðu trúar og vísinda um alllangt skeið undanfarið. Miðaldamenningin var samfelld, það var eins og á heimili, þar sem eindrægni ríkir, börnin hlíta úrskurðum foreldranna og leiðsögn árekstralaust, Miðaldakirkjan var oft harla drottnunargjörn og skildi ekki, að hin ýmsu svið mannlífsins eiga sinn sjálfstæða tilverurétt. Hún vildi ekki aðeins leiðbeina, heldur segja fyrir verkum. Nú vildu vísindin standa á eigin fótum og þurftu að gera það. Renessans-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.