Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 86
84
VÍÐFÖRLl
biblíuútgáfa, sem prentuð var í Reykjavík 1912.1 Síðan hefur
Biblían ekki verið prentuð hérlendis, heldur í Bretlandi, og texta-
breytingar ekki gerðar frá útgáfunni 1912, því að af henni var
gerð föst letursteypa, sem notuð hefur verið óbreytt síðan, og
sama máli gegnir um vasaútgáfu Biblíunnar, sem fyrst var prent-
uð í Bretlandi 1914, og Nýja testamentisins frá sama ári (seinna
prentað að viðbættum Davíðssálmum). Síðari prentanir eru því
óbreyttar eftirmyndir þessarar útgáfu og hafa þess vegna ekkert
sjálfstætt gildi í sögu íslenzkra biblíu/iýðí'rega.2
Hér að framan hafa verið tekin nokkur samanburðardæmi þess-
arar síðustu biblíugerðar við þýðingar Odds Gottskálkssonar og
Sveinbjarnar Egilssonar til að sýna fram á, hve langt er frá því,
að hún sé þeirra sviptignust. lslendingar hafa ekki eignazt enn
sígilda höfuðþýðingu Biblíunnar allrar.
En varla væri goðgá að láta sig dreyma um, að Hið íslenzka
biblíufélag yrði þess umkomið að gera úr garði endurbætta bibl-
íuútgáfu — og þá með apokryfu bókunum — sem prentuð yrði á
Islandi 1959, þegar öld er liðin frá því, er það gaf út Biblíuna
síðast, og öld frá því, er Biblían var fyrst prentuð í Reykjavík.
Hvernig sem fer um drauminn þann, eigum við vafalaust eftir
að eignast nýjar biblíuþýðingar. Þarf þá vonandi enginn að hæl-
ast um það framar, að „aðalókostinn“ á undanfarandi þýðingu,
„hið ofíslenzkulega . . . orðfæri . . ., hafi nú hinir síðustu þýðend-
ur svo að kalla alveg afnumið“.3 Ásamt frumtextakönnun annars
vegar munu menn hins vegar væntanlega neyta í fyllra mæli en
nú hefur verið gert þeirra biblíuerfða, sem þessi söguþjóð hefur
orðið gleymnari á en maklegt má teljast. Þó hefur hún þar stund-
um spyrnt fótum við hinum skriftlærðu. Það er til að mynda von-
D Um síðustu biblíugerðirnar hafa m. a. skrifað Haraldur Níelsson,
Studier tileg. Buhl, 193—98; Jón Helgason: Kristnisaga íslands II, 343—46;
Ásmundur Guðmundsson: Haraldur Níelsson, Rvk. 1938, 11—18.
2) Markúsar guðspjall hefur Ásmundur Guðmundsson endurþýtt úr frum-
málinu (fyrra hlutann ásamt séra Gísla Skúlasyni) og nú gefið út með 2.
prentun skýringa sinna yfir það (Rvk. 1950).
3) Eiríkur Magnússon, Norðanfari 17. sept. 1870.