Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 97
Síra Þorsteinn L. Jónsson, Söðulsholti:
Bœnin má aldrei bresta þig
i.
Ef vér leitum til heimilda Heilagrar Ritningar, sjáum vér, að
bænin var eitt af því, sem postularnir lögðu mesta áherzlu á. En
af því að margir bera brigður á, að postularnir hafi farið eftir
fyrirmælum Krists, — þeir hafi jafnvel myndað nýjan kristindóm,
—• skulum vér nú þegar í upphafi leita til guðspjallanna til að
sjá, hvaða áherzlu Jesús leggur á bænina.
Þar sjáum vér, að bænin er eitt af því, sem Jesús gerir sér mjög
far um að brýna fyrir lærisveinum sínum. Af orðum hans í Gras-
garðinum: „Vakið og biðjið, til þess að þér fallið ekki í freistni“,
sjáum vér glöggt, að bænin er nauðsynleg hverjum manni. Enn
greinilegar sést þetta þó af orðum hans til lærisveina sinna kvöld-
ið fyrir krossfestinguna. Hann veit, að skilnaðarstundin er að nálg-
ast, þegar þeir geta ekki lengur haft hann hjá sér til að leiðbeina
sér undir hinum margvíslegu kringumstæðum daglegs lífs. Þá
brýnir hann eðlilega fyrir þeim það, sem honum finnst mikilvæg-
ast, enda hvetur hann þá við það tækifæri hvað eftir annað til að
biðja. Og í dæmisögunum um þrábeiðna vininn og rangláta dóm-
aranr. talar hann ennfremur um nauðsyn bænarinnar, og hversu
mikilsvert það sé að þreytast aldrei á að biðja.
Það er líka afar eðlilegt, að hann skuli leggja slíka áherzlu á
bænina, því að hann segir, að fyrir hana geti þeir öðlazt hvern
þann hlut, sem þeir biðji um, ef þeir hafi nógu sterka trú.
Hann segir ennfremur: „Sannlega, sannlega segi ég yður: hvað
sem þér biðjið föðurinn um, það mun hann veita yður í mínu
nafni.“