Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 54
52
VÍÐFÖRLI
ekki til nema 11 eintök af bókinni og aðeins 3 þeirra heil. Hins
vegar var hún Ijósprentuð í Kaupmannahöfn 1933.1
En hvernig hefur Oddi tekizt þetta stórvirki? Hann þýddi ekki
úr frummálinu, grísku, sem hann hefur líklega ekki kunnað, held-
ur aðallega úr þýzku (eftir þýðingu Lúters) og hefur einnig haft
hliðsjón af latnesku Vulgata-þýðingunni. Óvíða er rangþýtt, en
allmikið um ónákvæmni og ósamkvæmni. Málið er að ýmsu
leyti gallað, tökuorð mörg, eins og eðlilegt er, en einkum er
setningaskipun allvíða óíslenzkuleg, ber stundum sterkan svip
málsins, sem úr er þýtt. Líklega geldur þýðingin þess einnig,
að Oddur var að miklu leyti alinn upp í JNoregi, enda oft kall-
aður Oddur norski, en faðir hans, Gottskálk biskup grimmi Niku-
lásson á Hólum, var af norsku kyni; móðirin hins vegar íslenzk,
sonardóttir Lofts ríka. Einnig er aðgætandi, að Oddur hefur lík-
lega verið mjög ungur að aldri, er hann gerði þýðingu sína. Ilaun-
ar leikur nokkur vafi á aldri hans. Páll Eggert Ólason, sem
skrifað hefur rækilega um Odd og þýðingu hans í Mönnum og
menntum siðskiptaaldarinnar á Islandi (II. og IV. bd.), hyggur
hann hafa verið orðinn hálffertugan, er hann hóf þýðinguna,
en Jón prófessor Helgason, sem samið hefur mikið fræðirit um
málið á Nýja testamenti Odds,2 telur hann þá aðeins hafa verið
rúmlega tvítugan. Heimildir skortir til að skera úr um aldur
Odds með fullri vissu, og hér er ekki tóm til að telja fram rök
með og móti hvorri aldurskenningunni um sig, enda skiptir þetta
ekki höfuðmáli í þessu sambandi. — Loks sat Oddur ekki í nein-
um skrifstofuhægindum við þýðingarstarf sitt. Hann var um þær
mundir í þjónustu Ögmundar biskups Pálssonar í Skálholti, sem
var mjög andvígur hinni nýju Lútersvillu, er svo var þá kölluð
af kaþólskum mönnum. Oddur varð því að fara í felur með þýð-
ingu sína. Sagan segir, að hann hafi unnið að henni úti í fjósi í
Skálholti, og er haft eftir honum, „að Jesús lausnarinn hefði
verið lagður í einn asnastall, en nú tæki hann til að útleggja og
Monumenta typographica Islandica I.
2) Safn Fræðafélagsins VII, Kh. 1929.