Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 94
92
VÍÐFÖRLI
Já, Guð vill að maðurinn sé frjáls, annað en búfé, hnaus, tölu-
stafur. Annars hefði hann ekki kallað oss til trúar, til þeirrar trú-
ar, sem er alltaf sprottin af frjálsu, persónulegu vali. Kirkjan,
sem flytur köllun Guðs, verður þess vegna alltaf og alls staðar að
berjast fyrir rétti mannsins til slíks frelsis.
Hér býður „Vestrið“ upp á bandalag og krefst bandalags af oss.
Staðreynd er það, að kristin kirkja sætir þeim kjörum í vest-
rænum löndum, sem gera henni fært að gegna starfi sínu mikið
lil truflunarlaust. Það er ekki efamál að kirkjan er óendanlega
miklu betur sett vestur hér, hér eru starfsemi hennar ekki settar
neinar skorður.
Enn kemur það til, að „Vestrið“ kemur fram sem arftaki hinna
„kristnu Vesturlanda", þar sem hinn vestræni heimur stendur og
fellur með viðurkenningunni á persónulegu frelsi og ábyrgð. Og
standi baráttan um þetta frelsi og hljóti kirkjan nú eins og ævin-
lega að berjast fyrir rétti mannsins til þessa frelsis, þá er eðli-
legt, að „Vestrið“ líti á oss sem bandamenn. Og á því getur held-
ur enginn vafi leikið, að sem kirkja erum vér þar í fylkingu, sem
„Vestrið“ styður í raun og veru þennan rétt og berzt þannig fyrir
manngildinu.
En það er allt annað, hvort vér þar með tökum afstöðu í bar-
áttunni milli austurs og vesturs, tökum oss stöðu við hlið „Vest-
ursins“ og gerum málstað þess að vorum.
Sjálfir heyrum vér hinum vestræna heimi, einmitt sem evan-
gelískir kirkjumenn. Sem slíkir verjum vér af árvekni frelsi manns-
ins til persónulegrar ábyrgðar og þar með tign mannsins. í því
höfum vér gert rétt og aldrei munum vér loka augum fyrir þess-
ari kristnu skyldu, sízt er vér hugleiðum ástandið, þróunina og
þrengingar kristinna bræðra vorra í austri.
En sá dómur, sem Guð hefur leitt yfir oss, minnir oss á van-
rækslur vorar og ætti að ljúka upp augum vorum fyrir því, að
vér höfum ekki leyst hlutverk vort af hsndi á þann veg, að það
réttlæti oss.
„Austrið“ leggur að sínu leyti þá spurningu fyrir „Vestrið“
hvort það sé ekki einmitt „Vestrið“, sem hafi látið undir höfuð