Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 70
68
VÍÐFÖRLl
lenzkulegast og óvandaðast allra prentaðra biblíugerða okkar. Þó
er því svo furðulega farið, að Steinn biskup er sagður Iiafa haft
til hliðsjónar við Nýja testamentið þær þýðingar Jóns Vídalíns, er
honum voru tiltækar, og samanburður við Pálspistla meistara Jóns
virðist styrkja þá sögn.1 Skvlt er og að geta þess, að sumt í Nýja
testamenti Steins hefur verið talið á sæmilegra máli en Gamla
testamentið. En hér eru örlítil sýnishorn af stílbragði Steinsbiblíu
með samanburði við Þorláksbiblíu.
ÞORLÁKSBIBLÍA:
Hafir þú dætur, svo gæt þú aö
þeirra líkama og ven þær öngvum
óvanda. Gift þína dóttur, svo hefur
þú gjört mikið verk, og gift hana
skynsömum manni. (Sír. 7, 26—27).
Nær Jesús var fæddur í Bethlehem
á Gyðingalandi í tíð Heródis kóngs,
sjá, þá komu vitringar af Austur-
landi til Jerúsalem og sögð'u: Hvar
er sá nýfæddi konungur Gyðinga?
Vrér höfum séð hans stjörnu í Aust-
urlandi og eruin komnir að tilbiðja
hann. En er Iferódes kóngur heyrði
það, skelfdist hann og öll Jerúsalem
með honum og lét samansafna öll-
um kennimanna höfðingjum og
skriftlærðum lýðsins og spurðist fyr-
ir af þeim, hvar Kristur skyldi fæð-
ast. En þeir sögðu honum: Til
Bethlehem í Júdea. (Matt. 2, 1—5).
STEINSBIBLÍA:
Eigir þú dætur, þá haf gát á þeirra
líkama og lát þína ásjónu ekki vera
lystuga við þær. Gef þína dóttur, svo
muntu hafa gjört eitt stórt verk, og
gef einum forstandigum manni hana.
En nær eð Jesús var fæddur í Bethle-
hem í Júdæa í kóng Heródis tíð, sjá,
þá komu vitringar af austri til
Jerúsalem og sögðu: Hvar er sá,
sem er fæddur Júðanna konungur?
Því vér höfum séð hans stjörnu í
austurálfu og erum komnir að til-
hiðja hann. En þegar kóng IJeródes
það heyrði, skelfdist hann og öll
Jerúsalem með hönum. Og þegar
hann hafði samansafnað öllum þeim
yppurstu prestum og skriftlærðum
á meöal fólksins, spurðist hann fyr-
ir af þeim, hvar Kristur skyldi fæð-
ast. Þeir sögðu til hans: I Bethle-
hem í Júdæa.
Með Steinsbiblíu rofna til verulegra niuna þau nánu tengsl
við Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar og Guðbrands-
biblíu, sem verið höfðu til þessa og voru aftur upp tekin oa; héld-
f) Ævisaga Jóns Þorkelssonar I, 414; Magnús Már Lárusson, Kirkjurit-
ið 1949, 342.