Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 53
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR
51
lnítt stuðzt við íslenzkt kirkjumál síns tíma.* 1 En þýðing hans er
mesta bókmenntaafrek siðskiptafrömuðanna íslenzku og braut-
ryðjandaverk í þrennum skilningi. Hún er fyrsta samfelld og
mikils háttar íslenzk þýðing á ritum Biblíunnar. í annan stað
hafði lítið verið frumsamið eða þýtt á íslenzku í lausu máli síð-
ustu tvær aldir og nær því ekkert nema bréf og gerningar undan-
farna öld, þegar Oddur hóf verk sitt, þótt auðvitað nyti hann
þess mjög, að íslenzkan átti gamlan, þroskaðan og þaultaminn
sögustíl. Og loks er Nýja testamentið í þýðingu Odds fyrsta bók,
sem nú er kunnugt um, að prentuð hafi verið á íslenzku. Slíkur
frumherji var þessi maður. En prentun Nýja testamentisþýðingar
hans var lokið í Hróarskeldu í Danmörku vorið 1540, og eru nú
5) Varla er neitt varðveitt af þýðingabrotum úr Nýja testamentinu
frú næstu mannsöldrum fyrir daga Odds. Þó er til guðspjallsgrein um sáð-
manninn í hdr. frá miðri 15. öld (AM 672, 4to; Leifar fornra kristinna træða
íslenzkra, Kh. 1878, 188) og eitt hlað úr Opinberunarbók Jóhannesar frá því
um 1500 (AM 667, 4to) og fleira smávegis.
AUt er óljóst og óvíst um guðspjallaútgáfu Jóns biskups Arasonar. En
séra Torfi Jónsson í Gaulverjabæ (d. 1689) segir í ævisögu Brynjólfs
Sveinssonar, að hiskup hafi verið kistulagður „með .... Fjórum guðspjalla-
mönnum, er biskup Jón gamli að Hólum lét útleggja og þrykkja, sem
hans formáli útvísar, ef þar af finnst nokkurt exemplar". (Bps. J. H. II.
337). Raunar er erfitt að rengja þessi orð. Séra Torfi var bróðursonur og
erfingi Brynjólfs og viðlátinn, er hann var kistulagður, en Brynjólfur 4.
maður frá Jóni Arasyni, svo að vel hefði bókin inátt varðveitast í ættinni.
Einnig segja þeir Hítardalsklerkar Þórður Jónsson (Bps. Bkm. II, 693)
og Jón Halldórsson (Bps. II, 38), að Jón Arason hafi látið prenta „guð-
spjallabók í quarto“ (á Breiðabólsstað, segir Þórður), og gæti það verið
sama bókin og séra Torfi nefnir. Páll Eggert Ólason (Menn og menntir
I, 408—14) og Þorkell Jóhannesson (Prentlistin 500 ára) hallast að því,
að hún hafi verið til, en Halldór Hermannsson dregur það í efa (Alm.
ÓI. Þorg. 1930, 27—30; Islandica XXIX, 63—65). Sennilegast tel ég, að
bók þossi hafi verið til, en aðeins tekið til sunnudagaguðspjallanna (sbr.
„guðspjallabók" = dominicale), ekki verið prentuð fyrr en á Breiðabóls-
stað, líklega milli 1540 og 1550 og því yngri en Nýja testamenti Odds —
og einmitt gerð því til mótvægis, svo að prestar hefðu hér guðspjallatexta
sína í samhljóðan við hina viðurkenndu Vulgata-þýðingu kaþólskra. En
guðspjallaútgáfa Jóns Arasonar verður ávallt vafa bundin, þar til eintakið
finnst í Skálholtskirkjugarði!