Víðförli - 01.06.1950, Page 36

Víðförli - 01.06.1950, Page 36
34 VÍÐfÖRLI undir fullyrðingar um slíka hluti. En skriffinnarnir tóku að sér það hlutverk að boða trú, sem átti að heita vísindalega rökstudd og þetta trúboð var oft rekið af allmikilli hvatvísi og oft sem formleg árás á kristna trú. Það er nauðsynlegt að hafa þetta í huga líka og gleyma ekki þessari hlið málsins, þegar grátin er eða úthrópuð sorgarsagan um kirkjulega andstöðu gegn fræði- legum nýungum. Þetta er önnur hlið málsins, sem óvilhallir menn taka líka tillit til. En þar fyrir er alveg óþarfi að draga fjöður yfir, að andstaða trúmanna var líka oft og einatt flumósa og byggðist á algerum misskilningi á kjarna málsins annars vegar og á eigin forsendum hins vegar. Ég tek til dæmis sköpunarsög- una. endalausar sannanir fyrir því, að hún stangist við niður- stöður vísindanna og jafnendalausar og engu viturlegri gagnsann- anir, sem áttu að leiða í ljós, að henni bæri í einstökum atriðum saman við niðurstöður vísindanna um upphaf heimsins og þróun lífsins á jörð, eða ákafar tilraunir til þess að leiða í Ijós göt í niðurstöðum vísindanna, þar sem enn væri hægt að smeygja ein- stökum atriðum sköpunarsögunnar inn. Sköpunarsagan eða sköp- unarsögurnar í 1. og 2. kap. 1. Mós. eru áreiðanlega skráðar út frá heimsmynd fornaldarinnar, sú ]>ekking á þessum heimi, sem þar er á hak við, er þekking fornaldar. Það er jafneinfalt og augljóst mál eins og það, að hún er áreiðanlega ekki skrifuð á ritvél. Hún er ekki kosmogoni, ekki heimsskýring, og þar af leiðandi ekki í flokki neinna fræðilegra útlistana. Hún er um það sér í flokki meðal allra fornra sköpunarsagna, það sést bezt á samanburði við hliðstæðar sögur Babýloníumanna og ýmsar fleiri. Sköpunarsagan er dæmisaga mikils spámanns. Henni er ekki fyrst og fremst ætlað að skýra, hún er boðskapur, sem varpar ljósi yfir allar skýringar, svo einhliða trúarleg, svo hnitmiðuð um þau meg- inatriði, sem hún boðar, svo óháð öllu, sem er tímabundið, að hún lifir allar heimsmyndir, varpar jafnskæru og jönnu ljósi yfir heim Einsteins eins og heim Þalesar eða Ptolemaiosar. En það var meira, sem undir bjó þessum átökum, eða nánar til tekið deilunum út af kenningum Darwins. Það, ser undir bjó, var baráttan um manninn. Það, sem olli andstöðun i var það,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.