Víðförli - 01.06.1950, Page 36
34
VÍÐfÖRLI
undir fullyrðingar um slíka hluti. En skriffinnarnir tóku að sér
það hlutverk að boða trú, sem átti að heita vísindalega rökstudd
og þetta trúboð var oft rekið af allmikilli hvatvísi og oft sem
formleg árás á kristna trú. Það er nauðsynlegt að hafa þetta í
huga líka og gleyma ekki þessari hlið málsins, þegar grátin er
eða úthrópuð sorgarsagan um kirkjulega andstöðu gegn fræði-
legum nýungum. Þetta er önnur hlið málsins, sem óvilhallir menn
taka líka tillit til. En þar fyrir er alveg óþarfi að draga fjöður
yfir, að andstaða trúmanna var líka oft og einatt flumósa og
byggðist á algerum misskilningi á kjarna málsins annars vegar
og á eigin forsendum hins vegar. Ég tek til dæmis sköpunarsög-
una. endalausar sannanir fyrir því, að hún stangist við niður-
stöður vísindanna og jafnendalausar og engu viturlegri gagnsann-
anir, sem áttu að leiða í ljós, að henni bæri í einstökum atriðum
saman við niðurstöður vísindanna um upphaf heimsins og þróun
lífsins á jörð, eða ákafar tilraunir til þess að leiða í Ijós göt í
niðurstöðum vísindanna, þar sem enn væri hægt að smeygja ein-
stökum atriðum sköpunarsögunnar inn. Sköpunarsagan eða sköp-
unarsögurnar í 1. og 2. kap. 1. Mós. eru áreiðanlega skráðar
út frá heimsmynd fornaldarinnar, sú ]>ekking á þessum heimi,
sem þar er á hak við, er þekking fornaldar. Það er jafneinfalt
og augljóst mál eins og það, að hún er áreiðanlega ekki skrifuð
á ritvél. Hún er ekki kosmogoni, ekki heimsskýring, og þar af
leiðandi ekki í flokki neinna fræðilegra útlistana. Hún er um það
sér í flokki meðal allra fornra sköpunarsagna, það sést bezt á
samanburði við hliðstæðar sögur Babýloníumanna og ýmsar fleiri.
Sköpunarsagan er dæmisaga mikils spámanns. Henni er ekki fyrst
og fremst ætlað að skýra, hún er boðskapur, sem varpar ljósi yfir
allar skýringar, svo einhliða trúarleg, svo hnitmiðuð um þau meg-
inatriði, sem hún boðar, svo óháð öllu, sem er tímabundið, að
hún lifir allar heimsmyndir, varpar jafnskæru og jönnu ljósi yfir
heim Einsteins eins og heim Þalesar eða Ptolemaiosar.
En það var meira, sem undir bjó þessum átökum, eða nánar til
tekið deilunum út af kenningum Darwins. Það, ser undir bjó,
var baráttan um manninn. Það, sem olli andstöðun i var það,