Víðförli - 01.06.1950, Síða 111
ENDURKOMA JESÚ KRISTS, ÞÚSUNDÁRARÍKIÐ OG ..
109
lialdið því frarn, aS hér hafi Jesú og lærisveinum hans skjátlazt.
Er. Jesús segir berlega, að hann viti ekki tímann, og lærisveinun-
um sé ekki ætlað að vita hann.
Auk þess kom Jesús aftur til lærisvfjinanna í Heilögum Anda, og
það vissu þeir og skildu. Því segir einnig: Drottinn er Andinn,
2. Kor. 3.17. Hér er því um tvenns konar endurkomu að ræða,
komu Drottins Jesú í andanum, og komu hans við endi veraldar til
dóms. En það gat verið hugsanlegt, að lærisveinarnir hafi búizt
við henni skömmu eftir eyðilegging Jerúsalemborgar, vegna þess
að Jesús talaði um hvort tveggja í sömu ræðunni eftir guðr.pjöllun-
uin að dæma.
VI.
Ymsar kenningar hafa orðið til utn þúsundáraríkið. (1) Þúsund-
áraríkið verður til rétt fyrir endurkomu Krists. (2) Kristur kemur
tvisvar, í fyrra sinnið til að stofna 1000—áraríkið, í síðara sinnið
lil að halda heimsdóminn. (3). Þúsundáraríkið er ákveðið tíma-
bil í sögu kristinnar kirkju, en menn eru mjög ósammála um.
hvaða tímabil það sé, og þar á meðal, hvort það sé kornið eða
ókomið. (4). Þúsundáraríkið er táknmynd kristinnar kirkju, frá
hinni fyrstu hvítasunnu til opinberunar Krists, til dómsins.
Þetta eru nú meginskoðanir guðfræðinnar á ýmsum öldum, og
hafa sumar þeirra verið fluttar af fremstu mönnum kristninnar.
Lítum nú á það, sem Ritningin segir, og miðar sérstaklega við
hið komandi ríki. Sums staðar hjá spámönnunum er talað um
friðarástand í náttúrunni, t. d. í Jes. 11, 6—9 og 60. og 65. kapi-
tula. Sumt af því, sem segir í þessum kapítulum, er endurtekið í
Opinberunarbókinni.
Þess ber og að gæta, að þegar talað er um endurkomuna, er
talað um komu Jesú í ríki sínu, Mt. 16. 28, Lk. 23,42. Opinberun
Jesú er einnig opinberun ríkis hans, sbr. 2. Tim. 4.1 . . . við opin-
berun hans og konungsríki lians. Dæmisagan í Lúk. 19. er sögð
við menn, sem héldu, að Guðs ríki mundi nú þegar birtast. En þar
segir frá manni, sem seldi þjónum sínum eigur sínar í hendur,
fór síðan burt til að taka við konungsdómi, og kom aftur. Jesús