Víðförli - 01.06.1950, Page 14
OSCAR CULLMANN, prófessor:
Voru ungbörn skírÖ í
frumkristni?
í 3. hefti VíSförla 1948 var getið bókar eftir próf. Oscar Cullmann um
skírnarkenningu Nýja testamentisins, Die Tauflehre des Neuen Testaments,
Erwachsenen und Kindertaufe, Ziirich 1948. Jafnframt var því heitið, að
Víöförli skyldi síðar birta kafla úr þessari bók, enda hafði höf. góðfúslega
gefið leyfi til þess.
Nú birtist hér fyrsti hluti þessarar bókar nokkuS styttur. Ilún hefur
vakið mikla athygli og treystast fáir að hnekkja rökum hennar. Höf. er
einn víðkunnasti guðfræSingur nútímans, svo sem marka má af því, að hann
gegnir nú prófessors-störfum við þrjá háskóla, hvern í sínu landi. Hann er
skipaður prófessor í Basel, en hefur jafnframt verið kallaður til reglulegs fyr-
irlestrahalds í Strassburg og Paris. Auk þess hefur hann verið kvaddur til
fyrirlestrahalds við marga fleiri háskóla, m. a. ferðaðist hann um Svíþjóð
og Danmörku á s. 1. ári í hoSi háskólanna þar.
I.
GRUNDVÖLLUR SKÍRNARINNAR ER DAUÐI
OG UPPRISA KRISTS.
Að hvaða leyti byggist skírnin á Jesú Kristi? Ekki nægir að
benda á Mt 28,19. Þau orð hins upprisna mæla aðeins svo fyrir, að
skíra skuli, en innra samband skírnarinnar við persónu hans og
verk kemur ekki fram í þeim. Gyðingar höfðu skírt heiðingja, sem
tóku gyðingatrú. Jóhannes skírari setur alla Gyðinga á bekk með
heiðingjum að því leyti, að hann krefst skírnar af öllum til synda-
fyrirgefningar, þar eð koma Messíasar sé fyrir dyrum. Jesús hefur
m. ö. o. ekki fundið hina ytri athöfn skírnarinnar upp — að því
leyti er henni öðruvísi háttað en hinu öðru sakramenti kirkjunn-
ar, kvöldmáltíðinni. Þá er og þess að geta, sem virðist enn frek-