Víðförli - 01.06.1950, Page 88
ALFRED TH. JÖRGENSEN, dr. theol.:
A&sto&in vi& evangehskar
kirkjur Evrópu
Tíminn líður skjótt. — Einkennilegt er til þess að hugsa, að
„Aðstoðin til handa ev. kirkjum Evrópu“, eitt hið merkasta kirkju-
lega hjálparstarf sögunnar, hefur nú verið við lýði í rúm 27 ár.
Islenzka kirkjan tekur m. a. þátt í þessari hjálparstarfsemi. Þegar
til hennar var stofnað, var ætlun okkar, að hennar nyti aðeins
við um nokkur ár. Og svo hefur raunin orðið sú, að neyðin innan
nokkurra evangeliskra kirkna á meginlandi Evrópu er miklu meiri
nú en þegar þessari hjálparstarfsemi var komið á.
Það voru Ameríkumenn, sem gáfu tilefnið til stofnunar þessa
hjálparstarfs. Hið víðtæka samband evangeliskra kirkna í Ame-
ríku, Federal Council, hafði um og eftir fyrri heimsstyrjöld veitt
evangeliskum kirkjum Evrópu álitlega hjálp, en fór þess nú á
1 eit — árið 1922 — að fá nánari vitneskju um ástandið með því
að komast í persónulegt samband við fulltrúa þessara kirkna. Þeir
leituðu til hins evangeliska „Kirchenbund“ í Sviss og báðu það að
koma á ráðstefnu einhvers staðar í Evrópu. Nú vildi svo til, að
halda átti í Kaupmannahöfn kirkjulegt mót með fulltrúum frá
mörgum löndum, og Svisslendingarnir skrifuðu því Ostenfeld
biskupi í Kaupmannahöfn og spurðust fyrir um það, hvort ekki
væri hægt að halda hina umræddu ráðstefnu strax eftir mótið,
þar sem þá væru þar þegar fulltrúar frá mörgum kirkjum. Osten-
feld biskup náði í mig, þar sem ég hafði baft með höndum ýmiss
konar hjálparstarf til útlanda, og bað mig að undirbúa ráðstefn-
una. Sjálfur gat hann ekki komið því við, þar eð hann var á för-
um til Ameríku.