Víðförli - 01.06.1950, Qupperneq 115
ENDURKOMA JESLJ KRISTS, ÞÚSUNDÁRARÍKIÐ *)Q
113
LSengel, sein tilheyrði heittrúarstefnunni, taldi, að það niundi hefj-
ast 1836. Og fyrir áhrif hans breiddist sú kenning allvíða, að það
væri þá og þegar nálægt. Á 19. öldinni þróaðist flokkur manna.
sem kenndur er við Irving, sem var mikilhæfur andlegur leiðtogi.
Þessir menn töldu, að þúsundáraríkið mundi hefjast á þeirra dög-
um. Þeir heimfærðu spádóma G. T. og Opinberunarbókarinnar
upp á sína eigin tíma, allmjög einhliða. Þeir skipuðu 12 postula
og væntu endurkomu Jesú. áður en þeir dæju. En sá síðasti dó
árið 1901.
VIII.
Þessi saga ætti að kenna okkur, hve nálægt villan er komin, þeg-
ar menn vilja fara að reikna út dag og tíma. Jesús segir: Um þann
dag og þá stund veit enginn, ekki einu sinni englar himnanna né
Sonurinn, heldur aðeins Faðirinn einn (Mt. 24.36). Og eftir upp-
risuna sagði hann: Ekki er það yðar að vita tíma eða tíðir, sem
Faðirinn hefur sett af sjálfs síns valdi (Post. 1.7). Og bæði Jesús
og Páll gera ráð fyrir því, að kirkja Guðs í heiminum inuni
jafnan hafa þrengingar við að stríða — þó ekki ævinlega jafn-
miklar né á sama tíma í öllum löndum.
Vér skulum nú snúa oss að hinum erfiða ritningarstað aftur. Um
hvers konar upprisu er hér að ræða?
1) Þessi upprisa virðist ekki vera líkamleg, heldur sálarleg. Þeir
sem verða hluttakandi í henni, eru frelsaðir frá hinum öðr-
um dauða. Hún gildir fyrst og fremst píslarvottana, en það
er ekki útilokað, að aðrir trúaðir menn fái hlutdeild í hcnm.
2) Þeir skulu ríkja með Kristi í þúsund ár. En hvað er það, að
ríkja með Kristi? Það er vissulega ekki að drottna yfir mönn-
um í heiminum. Ríki hans var ekki af þessum heimi Og sá,
sem vill vera mikill í hans ríki, á að vera allra þjónn. Tii
þess að undirstrika þetta, þvoði Jesús fætur lærisveinanna
og sagði dæmisöguna um barnið og konungana, sem drottna
yfir þjóðunum. Þúsund ára ríkið með Kristi er því áreiðan-
lega ekki fólgið í neinni drottnun hinna trúuðu. heldur í
þjónustu þeirra. Og hér er greinilega um hina framliðnu