Víðförli - 01.06.1950, Side 99
BÆNIN MÁ ALDREI BRESTA ÞIG
97
biðja nema í lokuSu herbergi, hér er um líkingarmál að ræða, sem
á að sýna hiS rétta hugarfar biðjandi manns, innileik guðssamfé-
lagsins. Þau taka það skýrt fram, að milli vor og Guðs megi aldrei
komast sá fleygur, er vér getum einkennt með þessum orðum: að
sýnast fyrir öðrum mönnum.
Vér eigum að nálgast Guð í trausti barnsins til kærleika föður-
ins og eins og hvíla upp við brjóst hans í takmarkalausri einlægni
og hreinskilni.
Það, sem vér þá fyrst og fremst eigum að biðja um, eru ekki
eigin lífsþægindi, þó að vitanlega sé oss leyfilegt að minnast slíkra.
hluta í bæn, heldur og umfram allt, að vilji hans fái að verða
ráðandi í mannheimi. Þetta sjáum vér skýrast, er vér athugum bæn
Jesú í Grasgarðinum: „Faðir minn, ef mögulegt er, þá fari þessi
bikar fram hjá mér, þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt.“ Þetta
segir hann líka berlega í bæninni „Faðir vor“, því að eftir ávarp-
ið: „Faðir vor, þú sem ert á himnum“, kemur fyrst og fremst
þetla: „Helgist þitt nafn, tilkomi þitt ríki, verði þinn vilji svo á
jörðu sem á himni.“ Þetta brýnir hann líka fyrir oss á öðrum stað,
að fyrst af öllu beri oss að leita ríkis Guðs og hans réttlætis.
Bein afleiðing af því er sú, að vér jafnframt biðjum hann fyrir-
gefningar á syndum vorum, því að á meðan vér reynum ekki að
uppræta þær, getum vér ekki beðið í einlægni, að Guðs vilji drottni,
eða með sama hugarfari og tollheimtumaðurinn forðum, sem barði
ser á brjóst og sagði: „Guð, vertu mér syndugum líknsamur.“ Ep
þessi tollheimtumaður fór réttlættur heim til sín. Vér getum þá
heldur ekki vænzt þess, að hann fyrirgefi oss misgjörðir vorar,
nema vér fyrirgefum þeim, sem oss finnst hafa gert oss á móti.
Getum vér í því sambandi minnzt á skulduga þjóninn, sem ekki
vildi gefa samþjóni sínum upp skuld þá, er hann átti honum
ógoldna.
Þetta byggist á því, að Guð er kærleikur, og hver sá, er vill kom-
ast í innilegt samfélag við hann, kemst ekki hjá því' að opna hjarta
sitt fyrir hinum guðlega kærleika, svo að þessi guðlegi kærleikur
fái gegnsýrt allt líf hans og starf. „Því Guð lítur aldrei á atmað
í heim en auðmýkt og hjartans trúnað.“