Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 50
Dr. STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON, dósent:
íslenzkar hibliuþý&ingar
Orð heilagrar ritningar hefur verið flutt Islendingum í margs
konar gervi, tignarlegu og töturlegu — og með flestum búnaði,
sem fundinn verður þar á milli. Það er bæði girnilegt til fróð-
leiks og skemmtilegt viðfangs að kynna sér íslenzkar biblíuþýð-
ingar frá upphafi vega til okkar daga og bera þær sainan. Von-
andi verða þessu mikla og merkilega viðfangsefni einhvern tíma
gerð rækileg skil, en þar verða guðfræði og íslenzk fræði að
leggja saman lið sitt til rannsóknarinnar. I máli því, sem hér
fer á eftir, er ekki að því stefnt að draga fram fræðilegar
nýjungar um þessi efni, enda skortir mig til þess alla þekk-
ingu á þeim forntungum, sem frumtextar Biblíunnar eru skráðir
á. En þar sem allur þorri manna er sennilega lítt eða ekki
kunnur hinum eldri íslenzku biblíuþýðingum, skal hér leitazt
við að veita um þær nokkra hugmynd, og verður það m. a. gert
með því að taka fáeina kafla upp úr hinum helztu þeirra.1
I.
í svokallaðri fyrstu málfræðiritgerð Snorra-Eddu, sem er lík-
lega frá h. u. b. miðri 12. öld, er talið upp það, sem þá hafi
þegar verið ritað á íslenzku: lög, áttvísi (ættfræði), þýðingar
helgar og bækur Ara fróða. Þýðingar helgar eru hér taldar
hinar þriðju í röðinni, á eftii' lögum og áttvísi. En mjög er þó
sennilegt, að helgiritaþýðingar séu hið fyrsta, sem skrifað hefur
verið á íslenzka tungu.
O Bihliutextar allir verða hér færðir í nútíðarhorf að stafsetningu og
að nokkru leyti að orðmyndum.