Víðförli - 01.06.1950, Side 112

Víðförli - 01.06.1950, Side 112
110 VÍÐFÖRLI talar einnig um, að hann muni sitja til borðs með lærisveinum sín- um í Guðs ríki. Talað er einnig afar víða í Nýja Testamentinu um upprisuna Eim almenna upprisu, sem bæði vondir og góðir eigi að taka J>att í. Þannig greinir t. d. Jóhannes frá í 5, 28—29: lindrizt ekki þetta, því að sú kemur stund, að allir þeir, sem í gröfunum eru, m.unu heyra raust hans, og þeir munu ganga út, þeir, sem gott hafa gjört, til upprisu lífsins, en þeir, sem i 111 hafa aðhafzt, lil upprisu dóms- ins. Og þar sem Páll talar mest um upprisuna og heimsendi, í I. Kor. 15. kap, virðist allt vera í einu samhengi, þ. e. upprisan, endurkoman og upprisa hinna trúuðu, og þá er endir sögunnar á þessari jörð. Kristur fær Föðurnum ríkið í hendur, Guð er allt í öllu. Þetta virðist vera kjarninn í kenningu Páls um hina síðustu tíma og uppruna hins eilífa dýrðarríkis Drottins. Hjá Jesú og Páli virðist enginn efi vera á því, að Guðs ríki hér í heiminum sé gjörsamlega andlegt ríki, þar sem Guð raíður og býr fyrir trúna í hjörtum mannanna á þessari jörð, og þar af leiðandi er þetta ríki ósýnilegt hinum vantrúuðu. En jaínvíst er, að Jesús og Páll lala um Guðs eilífa dýrðarríki á himni, sem nú er ósýnilegt, en skal birtast á sýnilegan hátt, þegar Guð dæmir heiminn og heim- urinn eyðist í eldi og frumefnin sundur leysast í glóðum eldsins, tímanum lýkur og eilífðin kemur. En erfiðleikarnir mæta oss í sambandi við þann ritningarstað, þar sern talað er um þúsundáraríkið í Op. 20, 1—9. Þar er orðið chilía ete notað á grísku og þýðir það bókstaflega þúsund ár. Og fljótt á litið virðist þetta ríki vera í tímanum, en ekki í eilífðinni og ekki vera sjálft dýrðarríki Guðs, heldur sérstakt tímabil, áður en dómurinn verður og heimurinn eyðist. Gömlu guðfræðingarnir töldu þetta ríki vera tímabil í kirkju- sögunni og miðuðu það við valdatöku Konstantxns keisara. Aðrir vildu miða það við valdatöku Karls mikla (768). Þá töldu jieir, að Andkristur kæmi á eftir þúsundáraríkinu, en Op. gerir ekki ráð fyrir því. Sumir hafa viljað skoða þúsundáraríkið sern framtíð kirkjunnar og mikið blómatímabil hennar, er ekki sé upp runnið ennþá. Aðrir líta á það sem veraldlegt ríki í heiminum, einnar eða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.