Víðförli - 01.06.1950, Side 112
110
VÍÐFÖRLI
talar einnig um, að hann muni sitja til borðs með lærisveinum sín-
um í Guðs ríki.
Talað er einnig afar víða í Nýja Testamentinu um upprisuna
Eim almenna upprisu, sem bæði vondir og góðir eigi að taka J>att
í. Þannig greinir t. d. Jóhannes frá í 5, 28—29: lindrizt ekki þetta,
því að sú kemur stund, að allir þeir, sem í gröfunum eru, m.unu
heyra raust hans, og þeir munu ganga út, þeir, sem gott hafa gjört,
til upprisu lífsins, en þeir, sem i 111 hafa aðhafzt, lil upprisu dóms-
ins. Og þar sem Páll talar mest um upprisuna og heimsendi, í I.
Kor. 15. kap, virðist allt vera í einu samhengi, þ. e. upprisan,
endurkoman og upprisa hinna trúuðu, og þá er endir sögunnar á
þessari jörð. Kristur fær Föðurnum ríkið í hendur, Guð er allt í
öllu. Þetta virðist vera kjarninn í kenningu Páls um hina síðustu
tíma og uppruna hins eilífa dýrðarríkis Drottins. Hjá Jesú og
Páli virðist enginn efi vera á því, að Guðs ríki hér í heiminum sé
gjörsamlega andlegt ríki, þar sem Guð raíður og býr fyrir trúna
í hjörtum mannanna á þessari jörð, og þar af leiðandi er þetta
ríki ósýnilegt hinum vantrúuðu. En jaínvíst er, að Jesús og Páll
lala um Guðs eilífa dýrðarríki á himni, sem nú er ósýnilegt, en
skal birtast á sýnilegan hátt, þegar Guð dæmir heiminn og heim-
urinn eyðist í eldi og frumefnin sundur leysast í glóðum eldsins,
tímanum lýkur og eilífðin kemur.
En erfiðleikarnir mæta oss í sambandi við þann ritningarstað,
þar sern talað er um þúsundáraríkið í Op. 20, 1—9. Þar er orðið
chilía ete notað á grísku og þýðir það bókstaflega þúsund ár. Og
fljótt á litið virðist þetta ríki vera í tímanum, en ekki í eilífðinni
og ekki vera sjálft dýrðarríki Guðs, heldur sérstakt tímabil, áður
en dómurinn verður og heimurinn eyðist.
Gömlu guðfræðingarnir töldu þetta ríki vera tímabil í kirkju-
sögunni og miðuðu það við valdatöku Konstantxns keisara. Aðrir
vildu miða það við valdatöku Karls mikla (768). Þá töldu jieir, að
Andkristur kæmi á eftir þúsundáraríkinu, en Op. gerir ekki ráð
fyrir því. Sumir hafa viljað skoða þúsundáraríkið sern framtíð
kirkjunnar og mikið blómatímabil hennar, er ekki sé upp runnið
ennþá. Aðrir líta á það sem veraldlegt ríki í heiminum, einnar eða