Víðförli - 01.06.1950, Qupperneq 42
VÍÐFÖRLI
40
mál hans er Guðs verk. Guð er andi, og hann hefur skapað manns-
andann í sinni mynd. Mannsandinn er Guðs ættar, neisti af Guðs
dýrð, og hann er ódauðlegs eðlis. Tilgangur lífsins er sá að ná
sem mestri fullkomnun á Guðs vegum og örlög vor í eilífðinni
fara eftir því, hvernig jarðlífinu er lifað. Allir menn eru Guðs
börn og því bræður og systur. Allt líf mannanna á að vera bræðra-
lag, þar sem lifað er saman í friði og kærleika og þar sem hver
hjálpar öðrum að hinu sameiginlega markmiði.
Hvað er þaö hér, sem rekur sig á vísindin? Er það guðshug-
myndin? Efnishyggjumenn virðast álíta, að máttur í efninu sjálfu,
þróunarmátturinn, sé skaparinn og stjórnandinn, með aðstoð til-
viljunarinnar. En hvað er tilviljun? Tilviljun nefnum vér þá at-
burði, þar sem orsakir verða ekki skýrðar né raktar. Margt af
því, sem nefnt er tilviljun, er það ekki, þegar betur er að gáð,
og það er réttmætt að halda því fram, að því meir sem þekkingin
vex og því betri sem skilyrðin verða til rannsókna og athugana,
því meir fækki því, sem vér nefnum tilviljun. En þótt ýmsir
atburðir verði jafnan eftir óskýrðir, þá er ekki ástæða til að veita
þeim þá sérstöðu að gera þá að skapara, enda verður ekki ætlað
að svo sé álitið, að þeir atburðir séu til, sem ekki eigi sér neinar
orsakir.
Þá er það máttur efnisins. Sá máttur þess, sem enn hefur fund-
izt, meÖ því aö kafa dýpst, er rafmagnið. Það fullnægir oss ekki,
trúuðum mönnum, að gera það að guði og vér sjáum ekkert
andstætt vísindunum í því, að gera ráð fyrir andlegum mætti utan
og ofan við efnisheiminn.
Þá er að víkja að uppruna og eðli mannsandans. Trúuðum
mönnum og efnishyggjumönnum kemur saman um að viðurkenna
framþróunina í heiminum, en oss kemur ekki saman um orsök
hennar. Trúarhugmyndir vorar um upphaf, eðli og örlög manns-
andans eru í samræmi við framþróunina, en vér trúum því, að
hún haldi áfram eftir þau umskipti, sem eru nefnd líkamsdauð-
inn. Og þessar hugmyndir eru líka í samræmi við eðli manns-
andans. Trúin er í samræmi við þá þörf hans og kröfu og stöðugu
viðleitni að komast lengra og hærra, nema ekki staðar, láta ekki