Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 24
22
VÍÐFÖRLI
gróðursettur á Kristi. Og í 1. Ivor. 12,13 segir hann, hvernig þetta
gerist: Með einum anda vorum vér allir skírðir lil að vera einn
líkami — líkami Krists, þ. e. kirkjan, eins og sambandið sýnir.
Þessi ummæli varpa Ijósi yfir þá spurningu, hvaða sérstakci
merkingu skírnarathöfnin hafi, úr því vér erum allir skírðir á Gol-
gata. Sá líkami Krists, sem hér er talað um, er í senn krossfestur
líkami hans og upprisinn (sbr. Kol. 1,24, 2. Kor. 1,5, 1. Pét. 4,13,
1. Kor. 15,20—22, Gal. 3,27nn).
I N. t. verða engin ummæli fundin, sem feli í sér, að gildi skírn-
arinnar sé það eitt að kunngjöra hjál]>ræðið. Það, sem gerist í
skírninni, er ótvírætt innlimun í líkama Krists. Guð innlimar. Að-
ild skírnþegans á skírnarstundinni er engin önnur en sú, að hann
láti innlimast. Hann er óvirkur. Þeir, sem skírast, „bætast við“,
Post. 2,41 (proseteþesan, greinileg þolmynd). Hér er það Guð, sem
starfar í Kristi, alveg eins og á Golgata, óháður afstöðu mann-
anna, einnig trú þeirra. Sú trú, sem skírnin gerir tilkall lil, et'
ejtirfylgjandi andsvar Guðs náðarverks, ekki skilyrði þess, annars
væri skírnin á allt öðru sviði en Colgata, sem hún þó grundvallast
á. Skírnin mikla á Golgata og skírnin sem upptaka í kirkjuna eru
samkvæmt sínu innsta eðli óháðar atferli mannanna, Guðs verk
að fyrra bragði. I báðum tilfellum leiðir það beint af eðli stað-
reyndanna, að trúin verður að koma sem afleiðing þess, sem
Guð hefur gert, en getur ekki verið skilyrði þess, sem hann gerir.
Trúin verður einnig þá að korna sem afleiðing, þegar vöknuð er
vitund á undan vatnsskírninni um það, sern gerðist á Golgata, eins
og venjan er, þegar fullorðnir heiðingjar eiga í hlut. Einnig þá
verður eftir að fylgja trú á hið sérstaka, sem fram hefur farið.
Að öðrum kosti er Guðs gjöf smáð, en hún er jafnraunveruleg
fyrir því, og hún byggist ekki á því, að maðurinn hafi játast
Kristi í trú, heldur á hinu, að Kristur hefur innlimað manninn í
kirkju sína og þar með játast honum.
I skírninni framkvæmir Kristur hverju sinni nýtt verk, tekur
einstaklinginn inn í hjálpræðisveruleikann, imdimar hann sjálf-
um sér og sínu ríki. Kristur er dáinn og upprisinn fyrir alla menn
í eitt skipti fyrir öl 1, hvort sem þeir skírast eða ekki. En í skírn-