Víðförli - 01.06.1950, Síða 58
56
VÍÐFÖRLT
hafi var orð, og það orð var hjá Guði, og GuS var þaS orð.1'
Hér skeSur þaS, sem sjaldgæft er, að þýSing Odds fylgir orS-
skipan gríska frumtextans nákvæmar en nýjasta þýðingin, og má
raunar segja, aS þaS sé tilviljun, þar eð Oddur þýddi ekki úr
grísku, eins og áður er sagt. En vafalítið hefur orðaröð frum-
textans verið haldið í þýðingu þeirri, sem Oddur fór hér eftir,
og hann liefur haft nægan næmleika á stíl til að raska henni ekki.
Takið eftir: „í upphafi var orð, og það orð var hjá Guði, og
Guð var það orð.“ Hér er beitt sérstökum stílbrögðum, reglu-
bundinni klifun, sem eykur áhrifamagnið: upphafsnafnorð hverr-
ar setningar er hið sama og lokaorð næstu setningar á undan,
og loks lýkur málsgreininni allri með því orði, sem er megin-
orð, frumlag, upphafssetningarinnar: „I upphafi var orð, og það
orð var hjá Guði, og Guð var það orð.“ 1 þýðingu okkar hefur
þessi bygging riðlazt.
Nú skulu tilfærð fleiri samanburðardæmi, og getur þá hver
og einn um það dæmt eftir smekk sínum og stílkennd, hvor þýð-
ingin sé hversdagslegri ög hvor hátíðlegri. Leturbreytingar all-
ar, nú og framvegis, eru hér gerðar mönnum til glöggvunar
við samanburðinn.
ÞÝÐINGIN FRÁ 1912:
Og sjá, Jesús kom á móti þeim og
sagði: Heilur þér! En þœr komu til
og gripu um fætur hans og veittu
honum lotningll. Þá segir Jesús við
þær: VeriS ekki hrœddar!
(Matt. 28, 9—10).
Og þær minntust orða hans og sneru
aftur frá gröfinni og kunngjörðu
allt þetta þeim ellefu... Og orð
þessi voru í augum þeirra eins og
hégómaþvaSur, og þeir trúðu kon-
unum ekki. En Pétur stóð upp og
hljóp til grafarinnar, og er hann
gægSist inn, sá hann líkblæjurnar
einar. (Lúk. 24, 8—12).
ÞÝÐING ODDS:
Sjá! þá mœtti þeim Jesús og sagði:
Heilar séu þér. En þœr gengu til
hans og héldu hans fótum og krupu
fyrir lionum. Þá sagði Jesús til
þeirra: Eigi skulu þér óttast.
Og þær minntust á hans orð. Og
þær gengu hurt frá gröfinni aftur
og kunngjörðu allt þetta þeim ellifu.
.. Og þeirra orð virtist þeim sem
væri það sjónhverfingar og trúðu
eigi. En Pétur stóð upp og hljóp
til grafarinnar og laut þar inn og
sá línlökin einsöm liggja.