Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 16
14
VlÐFÖRLI
hefur sér stað með almennum hætti í hvítasunnuviðburðinum, skal
eftirleiðis tileinkað einstaklingunum í sakramenti heilags anda
gjafar.
En hvers vegna er þessi miðlun andans í kirkjunni fóigin í
skírn? Hvers vegna er þessi gjöf áfram tengd þeirri hreinsunar-
athöfn, sem Jóhannes hafði um hönd haft með trúskipta-skírn
Gyðinga að fyrirmynd? Ilvaða samband er milli vatnslaugar og
andans? Það er skiljanlegt, að trúskipta-skírnin og Jóhannesar-
skírnin væru hreinsunarathafnir því að þar var áherzluatriðið fyr-
gefning syndanna. Hvers vegna er ekki skapað nýtt form fyrir
Messíasar-skírnina, skírn andans?
Nú sést þegar af fyrrgreindum ummælum Péturs, að fyrirgefning
syndanna er ekki síður þungvægt atriði í hinni nýju boðun: Gjörið
iðrun og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefn-
ingar synda yðar og þér munuð öðlast gjöf heilags anda. Samband
syndafyrirgefningar og gjafar andans er sem sé harla náið. Þetta
tvennt er samofið. Menn þarfnast áfram fyrirgefningar syndanna.
Því er hið nýja sakramenti, sem boðað var og undirbúið með Jó-
hannesar-skírninni, áfram skírn, laug, enda þótt hin nýja gjöf,
sem í því er fólgin, sé óviðkomandi ytri hreinsunarathöfn. Sú upp-
fylling fyrirheitanna, sem orðin er í Kristi, er líka fólgin í fyrir-
gefningu syndanna og það aftur samfléttað gjöf heil. anda.
Nú ber Post. með sér, að frumsöfnuðurinn hefur bætt við
hina ytri athöfn laugunarinnar einnig- annarri sérstakri athöfn,
sem sér í lagi snertir gjöf heil. anda: Yfirlagningu handa. Skírn-
arathöfnin er sem sé fólgin í tvennu, sem samsvarar sínu hvort um
áhrif skírnarinnar: Laugin fyrirgefningunni, handayfirlagningin
gjöf andans. Hér hefði getað farið svo, að úr yrðu tvær aðgreind-
ar athafnir, tvö sakramenti. Það fór ekki svo, en það var vegna
þess, að hvort tveggja stóð á sömu rót, hvíldi á einni og sömu
staðreynd, sem orðin var í Kristi. En Posl. ber vitni um, að hættan
hefur legið fyrir. I 3. kap. segir frá kristniboði í Samaríu. V.12
segir: En er menn trúðu Filippusi . . . létu bæði karlar og konur
skírast. En í v. 14: Þegar postularnir í Jerúsalem heyrðu þetta
sendu þeir Pétur og Jóhannes til Samaríu. Þeir báðu fyrir þeim,